fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Hefði líklega ekki notað nafnið sitt

Vinsældir Ævars vísindamanns komu nafna hans á óvart – Afi fyrirmyndin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. mars 2016 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að það blundi í undirmeðvitundinni að afi minn, Ævar Jóhannesson, sem ég er skírður í höfuðið á, var á árum áður uppfinningamaður. Hann fann upp alls kyns tæki og tól sem enn eru notuð í dag auk lúpínuseyðis sem hann gaf og það má því eiginlega segja að hann sé hinn upphaflegi Ævar vísindamaður,“ segir Ævar Þór Benediktsson, leikari, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur, um það hvaðan umræddur karakter kemur. „Hann er líklega leynt og ljóst fyrirmyndin mín í þessu öllu saman þótt ég hafi ekki endilega verið að spá í það á þeim tíma. Vísindamenn eru líka bara spennandi og skemmtilegir. Það að alast upp sem grúskari og nörd litar auðvitað líka. En ég sá þetta aldrei fyrir mér á þeirri stærðargráðu sem það er núna. Þá hefði ég líklega ekki notað mitt eigið nafn til dæmis. Og ekki fötin mín og gleraugun mín. Ég hefði líklega reynt að dulbúa mig eitthvað,“ segir hann kíminn. „Ástæðan fyrir því að við höfum haldið áfram með þættina, þróað þá og stækkað, er auðvitað bara af því viðbrögðin hafa verið svo góð.“

Eitt af því sem Ævar hefur komið á fót í tengslum við þættina er sérstakt lestrarátak þar sem börn eru hvött áfram til að lesa meira. „Krakkarnir vita hver ég er og það er gaman að nýta þá forgjöf í að gera eitthvað sem skiptir máli. Það er líka bara gaman að koma með eitthvað nýtt og þróa karakterinn. Mig langar ekki alltaf að vera að gera það sama. Okkur sem komum að þáttunum má ekki leiðast og áhorfendum má ekki leiðast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“