fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Þegar strætó rændi Þorsteini: „Vagnstjóri sem hugsar þannig ætti, held ég, að finna sér annað starf“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 1. mars 2016 12:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var í gamla daga þegar krakkar gengu sjálfala og börðust með naglaspýtum og túttubyssum en ekki eins og nú til dags þegar börn liggja afvelta í sófum, spikfeit og hágrenjandi af leti og tölvufíkn,“ segir Þorsteinn Guðmundsson leikari og biður fólk að taka ekki mark á þessari setningu, hún sé grín. En sagan þegar honum var rænt af strætó sé hinsvegar fúlasta alvara. Þorsteinn segir frá atvikinu í pistli í Fréttatímanum.

Þorsteinn gekk í Ísaksskóla og stoppistöð Þorsteins og bróður hans var nánast á endastöð á leið 7 sem hann tók í Hlíðunum.

„Bíllinn beygði inn á Bústaðaveginn og í stað þess að fara strax úr vagninum sátum við í honum framhjá okkar stoppistöð og hinkruðum á meðan bílstjórinn sneri vagninum við, ýttum þá á bjölluna og stigum úr honum á leiðinni til baka. Þetta var ráð sem mamma hafði kennt okkur í þeim tilgangi að stíga réttum megin úr strætónum og þurfa ekki að fara yfir stórhættulega götuna.“

Fór þetta í taugarnar á sumum bílstjórum og einn bílstjóri ákvað að kenna þeim lexíu og ók framhjá þeirra stoppistöð. Lét hann Þorstein og bróður hans út nokkuð frá heimilinu. Móður Þorsteins varð skelfingu lostinn og hringdi hrópandi í Strætó:

„Þessi atburður kom upp í huga minn nú um daginn þegar ég heyrði af framkomu strætisbílstjóra, annars vegar manns sem gat ekki slitið sig frá tölvuleik í símanum og hins vegar manns sem hatar svo kókdósir að hann klossbremsar og er alveg sama þó að hann slasi farþegana. Vagnstjóri sem hugsar þannig ætti, held ég, að finna sér annað starf. Hugsanlega sem næturvörður eða vitavörður, einhvers konar vörður sem annað fólk þarf ekki að eiga samskipti við.“

Þorsteinn bætir við:

„Og allir hinir pirruðu bílstjórarnir í umferðinni, hvort sem þeir keyra strætó eða ekki. Þurfa þeir ekki líka að hugsa sinn gang aðeins áður en þeir láta skapið hlaupa með sig í gönur? Kannski fá sér súkkulaði og fara í jóga.“

Hér má hlusta á pistilinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar