Útfærði Sofðu unga ástin mín með frumlegum hætti til þess að minnast Sigurðar Jóns Sigurðssonar
„Það er búið að vera erfitt að átta sig á því síðustu daga að hann er í alvörunni farinn en ég hef náð að minnast hans með gleði í hjartanu því að við vorum frábærir vinir og alltaf stutt í grínið og glensið frá því að við vorum pjakkar í Hólabrekkuskóla,“ segir tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Friðrik Thorlacius, en hann minntist andláts góðs vinar með ansi frumlegum hætti, eða með því að búa til hip-hop-útgáfu af laginu Sofðu unga ástín mín.
Sigurður Jón Sigurðsson, sjómaður, lést aðeins 31 árs gamall út krabbameini. Hann var jarðsunginn þann 29. janúar síðastliðinn en Friðrik komst ekki þar sem hann er búsettur erlendis.
Þess í stað útfærði hann lagið en það er Íris Hólm sem syngur ljóð Jóhanns Sigurjónssonar sem upphaflega er úr leikritinu Fjalla-Eyvindi.
„Með þessu móti náði ég að skapa nýja fallega minningu um þennan frábæra vin okkar sem að fær að lifa áfram um ókomna tíð,“ segir Friðrik sem vill minnast æskuvinar síns með eftirminnilegum hætti.
Lagið má hlusta á hér fyrir neðan. Svo má nálgast Soundcloud-Síðu Friðriks hér.
[soundcloud url=“https://api.soundcloud.com/tracks/245982186″ params=“auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false&visual=true“ width=“100%“ height=“450″ iframe=“true“ /]