fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Lærði hvað skiptir máli í lífinu

Sævar Freyr var látinn fara eftir 18 ár hjá Símanum – Vinnustaðurinn ekki önnur fjölskylda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. febrúar 2016 07:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar árið 2014 var Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, látinn taka pokann sinn sem forstjóri Símans í kjölfar sameiningar Símans og Skipta – eftir 18 ár sem starfsmaður Símans. „Það var bara starf eftir fyrir einn. Ég sagði á þeim tíma að þessi ákvörðun hefði verið tekin fyrir mig. En svona er bara lífið.“

Aðspurður hvort hann hafi verið sár yfir því að vera látinn fara segir Sævar það ekki hafa verið tilfinninguna sem sat eftir. „Ég var frekar bara stoltur af þessum tíma. Mér leið vel með það sem ég hafði gert. Það sem skiptir máli í lífinu eru fjölskylda og vinir, þótt auðvitað leggi ég metnað minn í vinnuna. Vinnusemin er mér í blóð borin. Vinnan er samt bara það sem maður þarf að gera til að hitt sé ánægjulegt. Fjölskyldan og vinirnir er það sem skilur eitthvað eftir sig. Kannski varð þessi uppsögn til þess að kenna mér það enn betur hvað skiptir máli í lífinu. Einhverjir segja að þegar maður vinni svona lengi á sama stað, þá verði vinnustaðurinn önnur fjölskylda manns, en það er samt ekki þannig í raun og veru,“ segir Sævar og brosir. Hann talar frá hjartanu. Segist alltaf gera það. Hann geti einfaldlega ekki annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“