fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Átröskun og áföll í æsku: Ýr, 15 ára, réði ekki við tárin í Ísland Got Talent

Náfrænka Baltasars Kormáks – „Það er hægt að komast í gegnum erfiðleikana“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 8. febrúar 2016 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýr Guðjohnsen, 15 ára stúlka, sló rækilega í gegn í Ísland Got Talent í gærkvöldi og vakti tilfinningaþrunginn flutningur hennar athygli. Ýr, sem hefur upplifað ýmislegt þrátt fyrir ungan aldur, hreif dómnefndina upp úr skónum með flutningi sínum.

Á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er frænka Baltasars Kormáks. MYND: SKJÁSKOT/ÍSLAND GOT TALENT
Ýr Guðjohnsen Á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er frænka Baltasars Kormáks. MYND: SKJÁSKOT/ÍSLAND GOT TALENT

Ýr söng lag sem er henni hugleikið og fjallar um erfiðleika sem hún þekkir af eigin reynslu. „Ef maður hlustar á textann þá finnur maður fyrir tilfinnungunum og veit hvað er í gangi. Mig langar að koma sögu minni á framfæri, að það sé hægt að komast í gegnum erfiðleika. Að lífið sé ekki bara búið,“ sagði Ýr í þættinum í gærkvöldi. Myndband má sjá neðst í fréttinni.

Eftir flutninginn sagði Ágústa Eva að Ýr væri hæfileikarík söngkona en lagið ef til vill ekki hentað hennar rödd. Hún spurði hana hvort hún kynni eitthvað annað lag og sagðist Ýr vera með aukalag. Fumlaus flutningur vakti mikla hrifningu dómaranna sem hrósuðu henni mikið. „Ég gef þér 100% já,“ sagði Ágústa Eva og Marta María sagði að hún fengi að sjálfsögðu já.

Hlustaði einbeittur á flutninginn. MYND: SKJÁSKOT/ÍSLAND GOT TALENT
Jakob Frímann Hlustaði einbeittur á flutninginn. MYND: SKJÁSKOT/ÍSLAND GOT TALENT

Í viðtali við Pjatt.is í fyrrasumar kom fram að Ýr ætti ekki langt að sækja hæfileikana. Hún er náfrænka eins Baltasars Kormáks og í viðtalinu kom fram að hún hefði nokkrum sinnum fengið tækifæri á að leika í kvikmyndum. Því miður hefðu þau tækifæri komið þegar hún lá veik inni á sjúkrahúsi vegna átröskunar, en átröskunina mátti rekja til ofbeldis sem hún varð fyrir í æsku.

Flutningur Ýrar virtist hafa mikil áhrif á Ágústu Evu. MYND: SKJÁSKOT/ÍSLAND GOT TALENT
Ágústa Eva Flutningur Ýrar virtist hafa mikil áhrif á Ágústu Evu. MYND: SKJÁSKOT/ÍSLAND GOT TALENT

Í viðtalinu við Pjatt, sagði hún meðal annars:

„Mundu að þú getur ekki orðið fallegri en þegar þú leyfir sjálfstraustinu að skína! Að líða vel með sjálfa þig, og hvernig þú lítur út, toppar allan farða sem þú getur skellt á andlitið. Þegar þú þykist vera einhver önnur en þú ert þá lýgur þú fyrst og fremst að sjálfri þér. Settu trú þína og vilja í sjálfa þig og ekkert mun hamla þér!“

Ýr virðist á réttri hillu í söngnum og ljóst að framtíð þessarar fimmtán ára stúlku er björt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“