fbpx
Mánudagur 02.september 2024
Fókus

Afi tapar sér af bræði þegar uppáhaldsliðið hans tapar á Super Bowl

Myndskeið sem slegið hefur í gegn

Auður Ösp
Mánudaginn 8. febrúar 2016 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það segir lítið að segja við þennan að þetta sé „bara leikur.“ Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið mikla lukku á veraldarvefnum í dag en þar má sjá eldri mann fara hamförum af bræði kjölfar þess að lið hans tapaði úrslitaleik á Super Bowl. Milljónir manna fylgdust með fimmtugasta Super Bowl-leiknum sem fór fram í Kaliforníu í nótt þar sem Denver Broncos vann glæsilegan sigur á Carolina Panthers.

Maðurinn sem um ræðir heitir Charles Marvin „Charlie“ Green Jr, einnig þekktur sem „Reiði Afinn“ ( Angry Grandpa) en myndskeið sem sonur hans Michael hefur birt af honum á Youtube undanfarin misseri hafa notið mikilla vinsælda. Eiga myndskeiðin það flestöll sameiginlegt en þar má sjá Michael hrekkja föður sinn sem yfirleitt tekur því óstinnt upp og hikar ekki við að láta reiði sína í ljós á öfgafullan hátt, til að mynda með því að ganga berserksgang og eyðileggja allt sem á vegi hans verður.

Eins og sjá má á nýjasta myndskeiðinu tekst Charles ómögulega að halda aftur af reiði sinni þegar úrslit Super Bowl liggja fyrir enda einn harðasti stuðningsmaður Carolina Panthers.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=KD3B3m6UyZM&w=600&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábær stemning á fjölskyldutónleikum Barnaheilla

Frábær stemning á fjölskyldutónleikum Barnaheilla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“

Skilin eftir 21 ár – „Þetta var mjög vel heppnað hjónaband að okkar mati“