fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fókus

Þórunn Antonía stígur fram: Lögð í einelti í Ísland Got Talent

Samstarfsmaður Þórunnar kallaði hana óhæfa móður – „Eignaðist góða vini í þeim Þorgerði Katrínu, Audda og Jóni“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. febrúar 2016 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Antonía Magnúsdóttir segist hafa verið lögð í einelti þegar hún starfaði fyrir Stöð 2 sem dómari í þættinum Ísland Got Talent. Þórunn segir að samstarfsmaður hennar í þáttunum hafi meðal annars kallað hana óhæfa móður.

„Ég lenti í þeirri stöðu að samstarfsmaður minn tók „stríðnina“ eins og hann kallar það út á mér. Sem dæmi má nefna að í lok fyrstu seríunnar erum við öll saman að fagna góðu gengi. Þar sem okkur er svo tilkynnt um að næsta þáttaröð fari í loftið og að við verðum öll með í henni. Þessi samstarfsmaður minn er þá að hnýta eitthvað í mig og talandi um það hvað ég verði ómöguleg móðir og yrði óhæf í það hlutverk, en Auddi, hann yrði hins vegar frábær pabbi. Segir mig óábyrga og fleira í þeim dúr, nastí og ljótar athugasemdir sem fengu að falla,“ segir Þórunn Antonía í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun.

Þórunn segir að aðeins nokkrum mínútum síðar hafi hún tilkynnt samstarfsmönnum sínum að hún væri ólétt í fyrsta sinn.

„Þá hrifsar sami samstarfsmaður af mér athyglina og fer að tala um að hann sé skyggn og hafi vitað þetta. Hann rændi mig þarna augnablikinu mínu, að tilkynna vinnuveitendum mínum og samstarfsmönnum mína fyrstu óléttu. Ég stóð þarna og reyndi að hlæja, með tárin í augunum.“

Þórunn segir að í framhaldi af því hafi sami samstarfsmaður staðið upp og lýst yfir að hann vildi losna við hana úr dómnefndinni þar sem það væri ekki söluvænt að „hafa konu með barn á brjósti í dómnefnd.“

Þá segir hún að sami samstarfsmaður hafi iðurlega verið með óþægilega nærveru og látið ljótar athugasemdir falla.

„Ég man eftir að hann dundaði sér við að kasta í mig súkkulaðimolum þegar ég steig inn í beina útsendingu í hvítum fötum.“

Þórunn segist ekki hafa áttað sig á því að um einelti hafi verið að ræða. Að auki vildi hún ekki gera neitt í málinu þar sem hún taldi að slíkt myndi gera illt verra.

„Það var eiginlega ekki fyrr en löngu seinna, að ég er að horfa á heimildarmynd um einelti, þar sem það rann upp fyrir mér. „Ég var lögð í einelti á vinnustað, og ég lét það viðgangast.“

Þórunn greinir frá því að kvöld eitt, þegar hún var komin á steypirinn, hafi hún fengið símtal frá yfirmanni á Stöð 2. Þar var henni er tjáð að hún yrði ekki með í næstu þáttaröð Ísland Got Talent, eins og til stóð.

„Daginn eftir sé ég í fjölmiðlum að Selma Björnsdóttir er ráðin, í starfið sem mér hafði verið lofað. Búið var að segja við mig að ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af minni vinnu. Það var greinilega löngu búið að semja við Selmu, sem ég ber engan kala til, en það var illa að þessu staðið hjá fyrirtækinu þar sem ég hafði unnið til fjölda ára og oftar en ekki búið að plasta andlitið á mér framan á húsið.“

Þórunn segir að hún hafi fengið afsökunarbeiðni vegna málsins og þegar hún lítur til baka hafi reynslan af því að vera í Ísland Got Talent verið góð .

„Mér fannst vel að þessu staðið hjá 365 og RVK Studios. Auk þess eignaðist ég góða vini í þeim Þorgerði Katrínu, Audda og Jóni.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps

Deilir því hvernig ákveðinn líkamshluti eiginmannsins breyttist óvænt í kjölfar þyngdartaps
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt

Mikil breyting á George Clooney – Litaði fræga silfurhárið brúnt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti

Harry Potter stjarna byrjar á OnlyFans – Fyrir fólk með ákveðið blæti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“

Arnar útskýrir hvað honum gekk til þegar hann lét Hauk bakka á – „Láta þessa ríku karla finna aðeins fyrir því“