fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Segist hafa breyst í Hulk eftir að hafa notað brúnkufroðu

„Ég var dauðskelkuð“

Auður Ösp
Föstudaginn 5. febrúar 2016 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

27 ára gömul kona segir að brúnkufroða frá merkinu St Tropez hafi litað húð hennar græna með þeim afleiðingum að hún gat ekki látið sjá sig á götum úti í þrjá daga. Þá segist hún sitja eftir með rauða flekki í andlitinu.

Kirsty Reeves sem kemur frá West Bergholt í Colchester á Englandi segist áður hafa notað umrædda brúnkufroðu án nokkurra vandkvæða. Sendi hún kærasta sinni í apótek eftir froðunni en þegar hann fann ekki vöruna brá starfsmaður sér inn á lager apóteksins og sótti þar flösku. Segir Kirsty að hún hafi borið froðuna á alla helstu sjáanlegu staði á líkamanum í von um að öðlast örlítið hraustlegra útlit.

Segir hún að í fyrstu hafi liturinn haft örlítið grænan blæ en hún hafi þó ekki kippt sér upp við það. Henni leist þó ekki á blikuna þegar liturinn tók að dökkna heilmikið og að lokum hafi hún setið eftir með grænt andlit. „Ég skildi froðuna eftir á líkamanum í 45 mínútur og liturinn versnaði bara og versnaði,“ segir hún. Þá segist hún hafa reynt í ofboði að fjarlægja litinn með andlitsfarðahreinsi en það hafi verið of seint þar sem liturinn hafði verið búinn að festa sig á húð hennar.

Hún segist verið föst á heimili sínu í þrjá daga þar sem hún gat ómögulega látið sjá sig á götum úti. „Ég var dauðskelkuð. Ég vissi að þetta gátu ekki verið ofnæmisviðbrögð þannig að þetta gat ekki verið annað en varan sjálf,“ segir Kirsty og bætir við að eftir að liturinn fór loks að dofna þá hafi hún setið eftir með stóra rauða flekki á öllu andlitinu. „Ég læt ekki lengur út eins og Hulk en pabbi kallaði mig samt Fíónu prinsessu,“ heldur hún áfram og vísar þar í hinar þekktu teiknimyndapersónur.

Þegar hún leitaði svara hjá framleiðanda vörunnar var henni tjáð að flaskan hefði ekki verið geymd í réttu umhverfi. Var henni boðinn inneignarnóta hjá apótekinu í sárabætur en kveðst þó ekki sátt. „Það vill enginn taka ábyrgð á þessu og það er virkilega pirrandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar