fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Bjarney er 29 ára og sex barna móðir: „Sagt í andlitið á mér að ég sé ekki góð móðir“

Segir mikla fordóma gagnvart mæðrum sem búa frá börnum sínum – Konur í meirihluta gagnrýnenda – „Við erum öll jöfn“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég segi alltaf sjálf að virkilega gott foreldri setur hamingju og langanir barnanna fyrir ofan sínar eigin. Það að geta verið ósjálfselskur sem foreldri skiptir öllu,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir 6 barna móðir en hún segir mikla fordóma ríkja í samfélaginu gagnvart þeim mæðrum sem leyfa börnum að búa hjá feðrum sínum. Sjálf á hún þrjú börn og þrjú stjúpbörn og búa tvö af börnum hennar hjá feðrum sínum. Segist hún margoft hafa orðið fyrir aðkasti fyrir að vera ekki hin „hefðbunda“ móðir og hvetur fólk til að dæma ekki fyrirfram.

Hagsmunir barnsins ofar öllu

Bjarney tjáði sig upphaflega í pistli sem hún birti á fésbókarsíðu sinni en í samtali við DV.is segir hún að tilgangur pistilsins hafi verið að vekja fólk til umhugsunar um ójafnan rétt feðra og mæðra þegar kemur að forsjá og umönnun barna. Þar sé réttur feðra ítrekað sniðgenginn. „Það er í raun fáránlegt að þetta sé staðan árið 2016. Fordómar samfélagsins eru ennþá mikilir gagnvart mæðrum sem hafa ekki fulla forsjá yfir börnum sínum og oftar en ekki eru þær stimplaðar sem óhæfar mæður. Móðir sem hefur barnið sitt ekki hjá sér er til dæmis ósjálfrátt sögð vera í rugli en það er eins og engum detti í hug að móðirin sé einfaldlega að hugsa um hagsmuni barnsins. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta snýst fyrst og fremst um það sem er barninu fyrir bestu og það sem barnið vill sjálft. Eins og í mínu tilfelli er ég ekki merkilegri en barnsferður mínir og þeir eru ekki merkilegri en ég. Við erum öll jöfn.“

„Ég myndi ganga eld og brennistein fyrir börnin mín 6 ef ég til þess kæmi“

„Sumir eins og ég eiga ekki öll börnin sín með sama makanum og ég á mín 3 börn með 3 mönnum og þann yngsta á ég með eiginmanni mínum. Svo er ég svo ofboðslega lánsöm að hann átti 3 börn fyrir sem að eru eins og mín eigin,“ segir Bjarney í pistli sínum. „Ég hef alltaf staðið mig vel sem mamma og stjúpmamma og myndi ganga eld og brennistein fyrir börnin mín 6 ef ég til þess kæmi. Sjálf er ég skilnaðarbarn og get því svo vel sett mig í stöðu barnanna okkar.“

Sögð slæm móðir

„Ég ákvað það strax að leyfa mínum dætrum að hafa alveg jafnan aðgang að mér og feðrum sínum því að við erum jú jöfn og skipta báðir foreldrar jafn miklu máli í lífi barnanna. Málin standa þannig að yngri dóttir mín er búin að búa hjá pabba sínum í 1 1/2 ár og sú eldri síðan í haust. Þegar að barnsfeður mínir spurðu mig hvort að þær mættu eiga heima hjá þeim þá að sjálfsögðu sagði ég já ef að þær vilja það og þær voru fljótar að samþykkja það enda einkabörn hjá þeim báðum og algjörar pabbastelpur eins og ég var. Stjúpsonur minn er einnig mjög mikill pabbastrákur og hefur nánast alltaf búið hjá okkur. Börnin koma alltaf sínar helgar og erum við dugleg að taka þau í fríum og annað og gera eitthvað skemmtilegt saman,“ ritar Bjarney jafnframt en hún segist hafa þurft að mæta miklum fordómum fyrir þá ákvörðun.

„Þetta "mömmviskubit" var algjörlega að éta mig upp“

„Bæði hefur verið sagt á bakvið mig og beint framan í andlitið á mér að ég sé sko ekki góð móðir, að góð móðir myndi bara aldrei búa frá barninu sínu og að ég elski bara börnin mín ekki eins mikið og aðrar mæður. Í dag er ég svosem orðin vön þessu og en það tók mig sko langan tíma að láta þetta ekki særa mig og þetta „mömmviskubit“ var algjörlega að éta mig upp,“ ritar hún og tekur fram að gagnrýnin hafi fyrst og fremst komið frá öðrum konum.

„Hvernig var ég að gera rangt gagnvart þeim? Ég elska þær alveg út fyrir endimörk alheimsins og er bara að hugsa um hvað er þeim fyrir bestu og hvar þeim líður vel. Þeim gengur ofboðslega vel í skóla og leikskóla og þeim líður alveg rosalega vel, þær bara blómstra. Ég hitti þær oft aukalega fyrir utan mömmuhelgar og tölum mikið saman í síma. Þær eru alltaf velkomnar til baka til mín þegar að þær vilja og þær vita það,“ ritar hún og spyr síðan. „Hvernig móðir væri ég ef að ég myndi hindra þeirra samband fyrir feður þeirra?“

Ekki hin hefðbundna móðir

Bjarney segist jafnframt hafa fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að vinna mikið og hafa ástríðu og metnað gagnvart vinnu sinni en hún starfar sem yfirþjónn á Icelandair Hotel Hamri. „Hvernig er það öðruvísi að við konur vinnum mikið frá því að mennirnir okkar vinni mikið, sumir eru að vinna í öðrum löndum eða í margar vikur út á sjó. Við eigum ekki að láta þessar staðalmyndir stöðva okkur í því sem að okkur langar til að gera. Þetta særir mig svosem ekki lengur en mér finnst heldur ekki gaman að heyra um það hvernig móðir ég sé því að ég er ekki þessi „hefðbundna“ móðir.“

„Mig langar því að nýta tækifærið og biðja ykkur um að dæma ekki aðra og með þessum pistli þá sérstaklega þá mæður sem að eru „helgarmömmur“ og þær mæður sem að vilja vinna mikið og eða vera í fullu námi sem að ég er svosem líka að gera. „Þú getur ekki gengið í mínum skóm því að mínir skór myndu aldrei passa á þig“ – Mér finnst gott að hafa þetta í huga alla daga,“ ritar Bjarney að lokum og bætir við. „Það er algjörlega tilgangslaust að tala illa um aðra, það líður engum vel við það og þetta er eitthvað sem að væri óskandi að myndi deyja út. Allar erum við með tilfinningar og okkur ber að passa upp á okkar eigin sem og tilfinningar annara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“