fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Útlegð Kristins í New York lokið

Kristinn Jón Guðmundsson er kominn heim eftir 30 ára dvöl í bandarísku stórborginni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. febrúar 2016 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kuldinn hér er alls ekki eins nístandi og í New York,“ segir Kristinn Jón Guðmundsson sem sagði síðasta sunnudag skilið við líf sitt sem ólöglegur innflytjandi í New York. Kristinn er nú að kynnast Íslandi upp á nýtt og segir það hafa komið á óvart hversu erfitt honum þótti að kveðja stórborgina eftir sjálfskipaða útlegð sem hófst haustið 1986.

„Fyrsta daginn hérna heima hitti ég fjölskylduna og það var allt saman mjög ánægjulegt. Svo reyndar gekk ég til Reykjavíkur daginn eftir og rataði þá ekkert. Það er ekkert hægt að ganga lengur um bæinn því þetta eru allt amerísk kerfi hér með hringbrautum, yfirbrautum og ég þekki ekkert inn á þessi undirgöng. Ísland er heimsmenningarlegra en það var en svo er enn hægt að sjá gamla Íslendinga eins og þeir voru þegar ég fór,“ segir Kristinn.

Kristinn Jón Guðmundsson og Dr. Gunni eru æskufélagar úr Kópavoginum. Þeir skelltu sér á kaffihús í vikunni og stóð þá til að sýna Kristni borgina sem hann hafði ekki séð í 30 ár.
Félagar Kristinn Jón Guðmundsson og Dr. Gunni eru æskufélagar úr Kópavoginum. Þeir skelltu sér á kaffihús í vikunni og stóð þá til að sýna Kristni borgina sem hann hafði ekki séð í 30 ár.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Kvaddur með veislu

DV fjallaði um líf Kristins í New York, og áform hans um að flytja aftur heim, í viðtali við Ameríkufarann rétt fyrir síðustu jól. Kristinn starfaði þar sem sendisveinn hjá efnalauginni Perry‘s Process Cleaners en hann fór upphaflega til Bandaríkjanna til að svala útþrá og leita að ástinni. Í síðustu viku fékk hann heimsókn frá fjölskyldumeðlimum sem höfðu keypt flugmiðann heim en Kristinn var þá búinn að fá íslenskt vegabréf. Aðspurður svarar Kristinn að hann hafi komist klakklaust í gegnum landamæraeftirlitið á John F. Kennedy-flugvelli.

Hér áður fyrr gat maður gengið með slætti því maður átti hluta af borginni og var heimamaður en mér finnst ég ekki vera það ennþá.

„Menn höfðu áhyggjur af því að það yrði eitthvert múður en allir voru afskaplega vinsamlegir. Það var ekki auðvelt að kveðja borgina þegar það fór að líða á. Það lá við að ég vildi hætta við allt saman eins og ég hef gert áður en það var ekki hægt,“ segir Kristinn sem býr nú hjá foreldrum sínum í Garðabæ.

„Í hvert skipti sem ég gekk um New York velti ég því fyrir mér hvort það væri í síðasta skipti sem ég gengi framhjá einhverju ákveðnu húsi. Mexíkanarnir sem unnu með mér hjá efnalauginni söfnuðu saman í veislu handa mér og keyptu tvær tertur. Þá varð ég allt í einu óskaplega meyr og þurfti að beita mig mikilli hörku til að brotna ekki saman. Þetta var allt saman mjög erfitt, erfiðara en ég hélt, en ég vissi alltaf að þetta yrði betra þegar ég kæmi aftur til Íslands. Ég hélt alltaf að ég ætti eftir að fá einhvers konar kvíðakast. Það gerðist nú ekki en ökuleiðin frá New Jersey til New York, í gegnum Queens og út á flugvöllinn, var erfið tilfinningalega en um leið og ég var kominn í flugvélina varð allt betra.“

Í aðlögun

Kristinn var að spóka sig í miðborg Reykjavíkur þegar DV náði tali af honum. Hann var þá nýkominn af Gerðarsafni með æskuvini sínum Gunnari Lárusi Hjálmarssyni, betur þekktum sem Dr. Gunna. Þeir ætluðu þá að hitta fleiri æskufélaga Kristins úr Kópavogi sem höfðu margir ekki séð hann síðan á níunda áratugnum.

„Dr. Gunni segir að ég sé í aðlögun. Ég er örlítið feiminn og finnst ég vera aðskotadýr. Hér áður fyrr gat maður gengið með slætti því maður átti hluta af borginni og var heimamaður en mér finnst ég ekki vera það ennþá. Ég vil helst ekki taka starf sem er verra en það sem ég var í áður. Ég hygg á endanum að ég geti komið mér þokkalega fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom