„Okkur Eyvöru fannst okkur nauðgað í beinni útsendingu,“ segir Ágústa Eva
Ágústa Eva Erlendsdóttir gekk út úr þættinum Vikan með Gísla Marteini í gærkvöldi. Ofbauð henni dónaleg framkoma rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra sem kom fram í lok þáttarins. Venjan er að tónlistaratriði slái botninn í þáttinn og á því var engin undantekning í gærkvöldi.
Óhætt er að segja að sviðsframkoma Reykjavíkurdætra hafi vakið athygli, en í laginu Ógeðsleg voru þær klæddar í sjúkrahússklæðnað og var ein þeirra með gervilim. Þær voru býsna fjörugar, fóru um settið og sungu í kringum aðra gesti þáttarins sem voru auk Ágústu Evu þau Eyvör Pálsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Sólmundur Hólm Sólmundarson.
Í miðju atriðinu stóð Ágústa Eva upp og yfirgaf settið, en hún staðfesti á Snapchat að hún hefði labbað út. Í viðtali við Nútímann segir Ágústa Eva að hún hafi ekki samþykkt að taka þátt í svona gjörningi.
„Okkur Eyvöru fannst okkur nauðgað í beinni útsendingu; fara úr að neðan, syngjandi: „Tottaðu á mer snípinn“, lappdans með strap-on og kastandi fötum í hausinn á manni. Ekki beint atriði sem maður er tilbúinn að taka þátt í í fjölskylduþætti,“ segir hún. „Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi. Þetta var bara massaóvirðing við alla — í setti og líka þau sem sátu heima,“ sagði Ágústa sem velti fyrir sér hvort hópur af körlum hefði komist upp með það sama.
„Hvað ef hópur manna hefði troðist inn í settið með gervisköp, skakandi sér á viðmælendum og stjórnandanum, berir að neðan, segjandi fólki að totta á sér kónginn. Fáránlegt að það hafi ekki verið tekið úr sambandi og settar auglýsingar.“
Ágústa Eva bætti svo um betur á Facebook-síðu sinni þar sem hún gagnrýndi Reykjavíkurdætur og RÚV harðlega. „Fyndið að gefa þjóðfélagshóp alla þolinmæði og tolerans í heimi fyrir dónaskap og ósmekklegheit bara afþví að þær eru kvk og feministar. Þvílíka drullu og yfirgang og ósmekklegheit hef ég aldrei áður orðið vitni af. Skamm RUV og stelpur fyrir að koma með þetta rusl í fjölskyldudagskrá á ríkissjónvarpi. Oft hef ég fengið kjánahroll en aldrei skammast min jafn mikið og nú. Hlustar td einhver á lagatexta nú til dags? Skora á ykkur að lesa þennan texta. #fail #ömurð,“ segir hún.
Hér má sjá atriðið í þættinum, en Ágústa Eva gengur út þegar 3 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af atriðinu.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=prts2wLP6B8&w=560&h=315]
#vikan Tweets
!function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s)[0],p=/^http:/.test(d.location)?’http’:’https’;if(!d.getElementById(id)){js=d.createElement(s);js.id=id;js.src=p+“://platform.twitter.com/widgets.js“;fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}}(document,“script“,“twitter-wjs“);