fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Þorbjörg: „Hann öskraði að hann dræpi mig ef ég myndi hreyfa mig meira“

Lýsir hrottalegri árás af hálfu ókunnugs manns í miðborg Reykjavíkur – Þrír piltar komu til bjargar – „Í langan tíma gekk ég um eins og vofa“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki langt síðan að ég var í matarboði þar sem ég fann þessa rakspíralykt af manni sem var þar og greip mig sú skelfing að þetta væri hann, maðurinn sem réðst á mig og rændi mig öllu sem ég átti. Þetta var og er erfiðasti parturinn, að vita að hann sé þarna úti en ekki vita hver hann er,“ segir Þorbjörg Petra Pálsdóttir sem varð fyrir hrottalegri nauðgun er hún var á leið heim af skemmtanalífinu í miðborg Reykjavíkur fyrir þremur árum. Þrír ókunnir piltar komu henni að lokum til bjargar. Þorbjörg segist lengi vel hafa lokað á atburðinn með skelfilegum afleiðingum en erfiðast sé að hafa aldrei fengið að vita deili á árásarmanninum. Hún vonast til að frásögn sín verði öðrum víti til varnaðar.

Þorbjörg segir frá lífsreynslu sinni í pistli sem birtist á Jahá.is þar sem hún lýsir því sem hófst sem „venjulegt laugardagskvöld.“ Hún hafði orðið viðskila við vinkonu sína eftir að þær fóru að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur. Hún gekk í átt að Hlemmi þar sem vinur hennar ætlaði að sækja hana og ákvað að stytta sér leið hjá byggingu sem þar sem stigar lágu niður á næstu götu fyrir neðan.

„Þegar ég er hálfnuð niður tröppunar heyri ég að það kemur einhver á eftir mér eða kemur út úr garðinum við hliðná, er ekki alveg viss hvaðan hann kom. Það næsta sem ég veit er að það tekur einhver í hárið á mér og það síðasta sem ég sé er veggurinn beint fyrir framan mig sem andlitið mitt lendir á. Ég veit ekki hvað gerðist næst eða hvað það leið langur tíma þar til ég ránkaði við mér, en þegar ég opnaði augun gerði ég mér það ljóst að það væri verið að nauðga mér.Það var einhver búinn að ráðast á mig og draga mig inn í hjólageymslu á bak við húsið. Ég man að ég stífnaði upp af hræðslu og það tók mig smá tíma til að sýna viðbrögð. Ég grét bara,“ segir Þorbjörg. „Ég byrjaði að reyna að losa hann af mér en þegar hann fann að ég var farin að hreyfa mig lagðist hann meira á mig og öskraði að hann dræpi mig ef ég myndi hreyfa mig meira.“

Hún lýsir því hvernig hún náði eftir mikil átök að kalla á hjálp sem varð þess valdandi að þrír piltar komu hlaupandi og hafi þá árásarmaðinn flúið í burtu. Einn piltanna reyndi árangurslaus að ná árásarmanninum á meðan hinir tveir sátu hjá henni og hringdu á lögreglu. Annar þeirra vék ekki frá henni og krafðist þess að fá að fylgja henni á sjúkrahús. Þar sat hann með henni á meðan lækniskoðun og skýrslutaka lögreglu fór fram. „Hann spurði mig oft hvort það væri einhver sem hann gæti hringt í fyrir mig til að koma niður eftir, eða láta vita en ég hafði engan áhuga á því að láta vita hvað hafði gerst,“ segir Þorbjörg sem ákvað að þiggja ekki þá hjálp sem henni var boðin á sjúkrahúsinu. „Strákurinn sem hélt áfram að vera hjá mér og tók með mér leigubíl heim en þar skyldu leiðir okkar þar sem ég vildi bara vera ein. Hann lét mig hafa númerið sitt og átti ég að hringja ef það væri eitthvað.“

Þorbjörg segist hafa þagað í marga mánuði um það sem gerðist og lýsir í pistil sínum á áhrifa ríkan hátt þeim hörmungaráhrifum sem áfallið hafði á hennar andlegu líðan. „Í langan tíma gekk ég um eins og vofa. Mér leið mjög illa og átti erfitt með að fóta mig í lífinu. Þetta var að éta mig að innan og var orðið voðalega lítið eftir af sjálfri mér.“

Hún leitaði sér að lokum hjálpar hjá bráðamóttöku geðdeildar þar sem henni tókst að opna sig um líðan sína. Hún kveðst vera á allt öðrum stað í lífinu í dag.

„Það sem var erfiðast var að komast yfir það að vita aldrei hver þetta var sem nauðgaði mér. Ég man enn lyktina af honum, þessa súru rakspíralykt. Ég heyri oft röddina hans að segja mér að þeigja í höfðinu á mér. Ég sannfærði sjálfa mig lengi um að þetta gæti verið einhver sem gæti leitað mig uppi, vingast við mig og væri jafnvel vinur minn. Þetta er hlutur sem ég er enn að vinna mikið í enn þann dag í dag.“

Pistil Þorbjargar má lesa í heild sinni á Jahá.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ekki gerst í heil 18 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna