fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

„Hún er pabbi minn“ – Anna Margrét fór í kynleiðréttingu eftir 50 ára feluleik

Bók um ævi transkonu – „Annað hvort að koma út eða hverfa úr þessum heimi“ – Var áður giftur fjölskyldufaðir

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Margrét Grétarsdóttir, transkona, var komin fram á sextugsaldur þegar hún ákvað að fara í kynleiðréttingu. Anna segir frá ævi sinni í nýrri bók Bryndísar Júlíusdóttur, „Hún er pabbi minn.“ Bókin hefur ekki enn verið gefin út en Anna og Bryndís hafa stofnað reikning á Karolina Fund til að fjármagna útgáfu bókarinnar.

Anna var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi við Gulla og Heimi um innihald bókarinnar. Þar kom meðal annars fram að Anna hafi snemma áttað sig á að hún væri fædd í röngum líkama en vegna ótta við fordóma samfélagsins faldi hún það í áratugi.

„Ég áttaði mig snemma á því að eitthvað væri að en ég vissi ekki hvað það var. Þegar ég var 14 ára fór ég í heimavistarskóla í Danmörku. Þar rakst ég á grein í blaði þar sem var mynd af konu og karli. Þegar ég áttaði mig svo á að þetta væri sama manneskjan opnaðist eitthvað,“ segir Anna.

Anna segir að hún hafi alltaf sótt mikið í klæðaskáp móður sinnar þegar hún var ung. Hún hélt því þó leyndu og ræddi aldrei hvaða tilfinningar hún var að upplifa.

„Það fylgdi þessu mikill feluleikur og vanlíðan. Þetta mátti ekki komast upp. Ég ræddi þetta ekki við nokkurn mann. Ekki fyrr en 50 árum seinna. Ég var í feluleik í meira en 50 ár.“

Áður en Anna fór í kynleiðréttinguna hét hún Ágúst Már og var giftur fjölskyldufaðir. Hún segir feluleikinn hafa orðið mun erfiðari eftir því árin liðu.

„Að stórum hluta leið mér ágætlega á meðan ég gat falið þetta. Það var þó allt á yfirsnúningi í höfðinu á mér. Ég hugsaði um þetta nánast á hverjum degi.“

Anna segir að hún hafi lagt mikið á sig til að dreifa huganum frá þessum hugsunum sínu. Hún tók sem dæmi virkan þátt í félags- og íþróttastarfi.

„Ef ég slakaði á fór ég að hugsa um þetta og hvernig ég gæti falið þetta.“

Anna segir að samfélagið hafi vissulega breyst með árunum og viðhorf til transfólks sé allt annað en það var. Hún segir að fordómar séu alltaf til staðar í samfélaginu en segist þó ekki hafa fundið mikið fyrir þeim sjálf.

„Það er eðlilegt að fólk fordæmi það sem það þekkir ekki. Fordómar samfélagsins eru þó ekki verstu fordómarnir. Heldur fordómar þínir gagnvart þjóðfélaginu. Ef þú ert kominn út þá sérðu ekkert nema vont fólk. Þetta eru fordómar og hræðsla.“

Anna segir að smá saman hafi svo sannleikurinn komist upp á yfirborðið í hennar nánasta hring. Þá segir hún að ekki hafi verið aftur snúið.

„Þegar þangað var komið voru í raun og veru bara tveir kostir í stöðunni. Koma út eða hverfa úr þessum heimi.“

Anna segir að viðbrögð hennar nánustu hafi verið mismunandi. Sumir hafi sýnt henni skilning en aðrir ekki og að hluta til sé kynleiðréttingin enn vandamál fyrir suma. Hún segist hafa upplifað mikinn léttir þegar hún gat loks opnað sig, eftir meira en 50 ára feluleik. Hún segir lífið vera betra í dag.

„Það er ekki hægt að komast hjá andstöðu en það er þess virði. Ég hef enga eftirsjá, ég er fædd svona af náttúrunnar hendi og ræð ekkert við það.“

Sonur Önnu Margrétar er leikarinn Hannes Óli Ágústsson. DV tók ítarlegt viðtal við Hannes árið 2014, þar sem hann ræddi meðal annars um kynleiðréttingu föður síns.

Sjá einnig: „Hún er pabbi minn“

Hér má styrkja útgáfu bókarinnar „Hún er pabbi minn“ á vef Karolina found og þeir sem leggja söfnuninni lið um 35 evrur eða meira fá bókina senda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ekki gerst í heil 18 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna