fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Ólafur Arnalds veit nákvæmlega hvað á að gera við íslenska rasista

„Svo sér maður líka hversu einangruð við erum og hversu miklir rasistar við getum verið“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur ferðast um allan heim á undanförnum árum. Til marks um það þurfti hann að sækja um nýtt vegabréf á dögunum þar sem allar síðurnar voru orðnar fullar. Eftir öll þessi ferðalög segir Ólafur að „það sé ekki vottur af rasisma“ í honum.

Ólafur segir frá þessu í viðtali við Ske þar sem hann ræðir allt milli himins og jarðar, meðal annars flakkið sem hann hefur verið á á síðustu árum. Þegar hann er spurður hvort sýn hans á Íslandi breyst eftir öll ferðalögin, segir Ólafur:

„Já, maður upplifir smæð Íslands mjög sterkt í dag. Vandamálin hér eru fremur lítilvæg í samanburði við þau vandamál sem aðrir glíma við. Svo sér maður líka hversu einangruð við erum og hversu miklir rasistar við getum verið. Það er ekki vottur af rasisma eftir í mér eftir að hafa ferðast svona víða. Maður hefur séð svo mikið og veit að fólk er eins mismunandi og það er margt. Kynþáttur er bara pólitískt hugtak sem var fundið upp á 19. öldinni,“ segir Ólafur.

Ummæli hans um hvað hann vill gera við rasista, eða öllu heldur fyrir þá, vekja athygli. „Ég mundi vilja stofna ferðasjóð handa rasistum; í hvert skipti sem samfélagið kæmist í tæri við rasista ætti að senda viðkomandi í heimsreisu: „Hér er ein milljón í íslenskum krónum: Farðu í heimsreisu og hættu þessu!. Samfélagið yrði miklu betra: Minningarsjóður Ólafs Arnalds.“
Sem fyrr segir hefur Ólafur ferðast víða, svo víða að hann þurfti að sækja um nýtt vegabréf þar sem allar síðurnar voru útfylltar.

„Það eru ekki mörg lönd eftir á listanum. Ég á reyndar Miðausturlöndin eftir og Afríku. Draumurinn er að ferðast til Írak eða Íran. Þetta eru einir af þeim fáum stöðum sem ég hef virkilega reynt að heimsækja. Ég hef unnið í því að fara til Íran í þrjú ár. Samkvæmt tölfræðinni á Facebook er stór hluti aðdáenda minna frá Íran – sem kemur á óvart. En ég hef komið til flestra landa í Evrópu, Asíu og Ameríku,“ segir Ólafur en athyglisvert viðtal við hann á vef Ske má nálgast í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar