fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Skotinn fyrir framan Björk

Björk Vilhelmsdóttir er nýkomin frá Palestínu – Setti sig kannski í óþarfa hættu – Hefur lifað í allsnægtum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. febrúar 2016 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk fór til Palestínu á vegum sjálfboðaliðasamtakanna IWPS og ISM og sinnti ýmsum krefjandi verkefnum. Meðal annars ólífutínslu, en ólífurækt er undirstöðuatvinnugrein í Palestínu. Sjálfboðaliðar aðstoða við tínslu á svæðunum við landnemabyggðirnar þar sem áreitið frá hermönnum og landnemum getur verið mikið. Tínslufólki á þessum svæðum er gert mjög erfitt fyrir með boðum og bönnum sem virðast vera sett á eftir hentugleika hverju sinni. Annað verkefni var að taka þátt í friðsömum mótmælum sem fara fram í hverri viku. Til dæmis í þorpinu Kufr Qaddum. „Þeirra barátta segir mjög mikið. Þorpið er úthverfi frá Nablus en svo var reist landtökubyggð þar á milli. Í mörg ár reyndu íbúar að semja um að fá að keyra framhjá landtökubyggðinni til að þurfa ekki að fara um langan veg til Nablus, án árangurs. Eftir margra ára þref hófust því vikuleg mótmæli og hafa staðið samfellt í um fimm ár.“

Þá tók Björk þátt í mótmælum gegn líkránum, sem eru alltaf að færast í aukana. Ísraelar halda þá eftir líkum Palestínumanna sem drepnir hafa verið til að hindra að greftrun fari fram. En það er mjög mikilvægt bæði í íslam og gyðingdómi að greftrun látinna fari fram eins fljótt og auðið er.
„Fólk vill ekki gefast upp. Það er ótrúleg seigla í fólki,“ segir Björk um mótmælendurna. „Mótmælin bera ekki alltaf árangur en það kemur fyrir og með því að koma saman helst samstaðan og þrautseigjan. Ekki veitir af og fólkið finnur þörfina á að halda áfram.“

Það er þó ekki hættulaust að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, því ísraelski herinn notar hiklaust táragas og skotvopn til að halda aftur af mótmælendum. Björk lenti til að mynda í því að mótmælendur voru skotnir, bæði rétt fyrir framan hana og rétt við hlið hennar. Í mótmælum í Silwad var hún að taka myndband upp á símann sinn og áttaði sig ekki á aðstæðum fyrr en hún skoðaði myndbandið síðar. „Maður, rétt fyrir framan mig, var skotinn þegar ég var að mynda,“ segir Björk á meðan hún leitar að myndbandinu til að sýna blaðamanni. „Auðvitað getum við ákveðið hversu nálægt við förum. Það er hættulegt að vera í fremstu víglínu og að standa með strákunum sem kasta grjóti. Það eru þeir sem eru skotmarkið, þrátt fyrir að margir aðrir verði fyrir skotum. Maður reynir að vera ekki í skotlínu, en ég setti mig reyndar kannski í óþarfa hættu þarna,“ viðurkennir hún, á sama tíma og hún setur myndbandið af stað. Þar sést glögglega hvar skotin dynja og lenda á mótmælendum, steinsnar frá Björk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar