fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Arna Bára opnar sig um öfundina, meðgönguna, módelstörfin, vinnuna og ljótu typpamyndirnar

Meðgangan styrkti sambandið – Skipuleggur alþjóðlegan módelviðburð – Vill Þorgrím sem forseta

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. febrúar 2016 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Bára Karlsdóttir er Playboy fyrirsæta, rekur sitt eigið fyrirtæki, ferðast um heiminn til að hitta fræga ljósmyndara og býr með þremur strákum, unnustanum Heiðari Árnasyni, og tveimur sonum þeirra þeim Tristani Loga og Ares Loka.

Arna Bára, Ares Loki og Heiðar. Tristan Logi var upptekinn á leikskóla þegar myndin var tekin.
Fjölskylda mínus einn Arna Bára, Ares Loki og Heiðar. Tristan Logi var upptekinn á leikskóla þegar myndin var tekin.

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður, átti spjall við Örnu Báru um lífið, módelstörfin, vinnuna, og að sjálfsögðu tippamyndirnar sem hún er algjörlega komin með nóg af.

Litli strákurinn fæddist þann 1. nóvember í fyrra. Meðgangan gekk vel og drengurinn er algjör draumur. „Hann er ótrúlega auðvelt barn, sefur miklu betur en stóri bróðir hans gerði.“

Voðalega mikið krútt!
Ares Loki Voðalega mikið krútt!

Arna segir að meðgangan og fæðingin hafi líka haft frábær áhrif á samband hennar og Heiðars. „Þetta gerði svo ótrúlega mikið fyrir okkur. Sambandið gengur miklu betur eftir að barnið kom. Við erum miklu nánari sem fjölskylda og styrktum samband okkar mikið með því að ganga saman í gegnum þetta. Þannig á það að vera. Heiðari fannst ég æði á meðgöngunni, þó að ég hafi þyngst um 17 kíló,“ segir Arna Bára og skellihlær.

Með eldri syninum Tristan Loga.
Sæt saman Með eldri syninum Tristan Loga.

Arna Bára er með ógrynni fylgjenda á samfélagsmiðlum og hefur leyft fólki að fylgast vel með því hvað hún hefur gert til að koma sér í form eftir fæðingu sonarins. Hún heldur líka úti heimasíðunni arnakarls.is og er dugleg við að skrifa þar færslur um heilbrigðan lífsstíl.

„Ég skrifa alls konar ráð og um það hvernig ég held mér í formi. Þessi 17 kíló sem ég bætti á mig eru öll farin. Ég er mjög dugleg að borða hollan mat – ekkert af þessu snýst um svelti. Þú þarft að borða til að komast í gott form og það versta sem ég veit er þegar stelpur fara að svelta sig og halda að það virki.“

Þessi kona hefur í mörg horn að líta.
Ánægð með lífið Þessi kona hefur í mörg horn að líta.

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Ósátt við Smáralind

Arna Bára opnaði Fönix hárstofu í Smáralind fyrir tveimur og hálfu ári síðan og hefur unnið ötullega að því að stækka kúnnahópinn og byggja upp fyrirtækið. Nú eru þó blikur á lofti, hún er að missa húsnæðið og er engan veginn sátt við framkomu þeirra sem reka Smáralind.

Rekstur hárstofunnar Fönix hefur gengið vel í tvö og hálft ár. Arna Bára er mjög ósátt við framkomu stjórnenda Smáralindar.
Í vinnunni Rekstur hárstofunnar Fönix hefur gengið vel í tvö og hálft ár. Arna Bára er mjög ósátt við framkomu stjórnenda Smáralindar.

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

„Mér var tilkynnt um þessar breytingar fyrir nokkrum vikum síðan. Ég fundaði með stjórnendum hérna og var lofað plássi annars staðar í Smáralind. Svo fór ég með fjölskyldunni erlendis í mánuð, og þegar ég kom til baka fékk ég skilaboð um að einhver annar hafi fengið plássið og að ég geti hvergi verið með mitt fyrirtæki. Fyrirtækið sem ég er búin að byggja upp með blóðum, svita og tárum síðustu ár. Ég fór bara að hágráta þegar ég fékk þessi skilaboð – það var búið að lofa mér öðru og ég treysti á þetta fólk. Þetta er ljótt og algjör svik við mig og mitt starfsfólk. Þetta er vinnan mín, og snýst ekki bara um mig heldur þá sem vinna hjá mér.“

Alltaf glæsileg hún Arna Bára.
Ný mynd! Alltaf glæsileg hún Arna Bára.

Módelviðburður á Íslandi

Undanfarin ár hefur Arna Bára verið dugleg við að sækja viðburði víða um heim þar sem módel og ljósmyndarar hittast, taka myndir og mynda tengsl. Þetta var meðal annars lykillinn á bak við það að hún vann Playboy Miss Social keppnina og birtist í kjölfarið í myndaþætti í Playboy.

Núna vinnur hún hörðum höndum, ásamt Heiðari Má unnusta sínum, að því að skipuleggja svipaðan viðburð á Íslandi dagana 21. – 25. júlí. Viðburðurinn kallast The Arna Karls Shootout, og er í anda frægra viðburða eins og International Bikini Model Search, þó ekki sé um keppni að ræða.

Skipuleggur módelviðburð á Íslandi í sumar.
Áhugi á Íslandi Skipuleggur módelviðburð á Íslandi í sumar.

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

„Það er mjög spennandi að halda svona viðburð hérna heima. Vinkonur mínar í módelbransanum erlendis og ljósmyndarar voru alltaf að spyrja hvort það væri ekki hægt að koma til Íslands á svona viðburð, svo ég ákvað að taka málin í mínar hendur og slá til. Þetta virkar þannig að fólk borgar fyrir að taka þátt, bæði módel og ljósmyndarar. Svo vinna allir með öllum, og módelin fá 5 myndir frá hverjum ljósmyndara sem unnið er með. Við erum með frábæra styrktaraðila fyrir viðburðinn, “

Myndin er tekin á síðasta módelviðburði sem Arna Bára sótti í Kanada.
Vindvél og allt! Myndin er tekin á síðasta módelviðburði sem Arna Bára sótti í Kanada.

Er þetta aðallega hugsað fyrir módel sem hafa draum um að komast á svipaðan stað og þú?
„Ekkert endilega. Það er svo mismunandi hvað fólk vill. Sumir vilja sitja fyrir á nektarmyndum og aðrir alls ekki. Á svona viðburðum er lögð mikil áhersla á að fólk skilgreini óskir sínar og að þeim sé svo mætt í myndatökunum. Ég auglýsti þetta fyrst í gær og er strax komin með 4 Íslendinga og 6 útlendinga sem ætla að taka þátt – þetta er bæði fyrir stráka og stelpur. Við verðum á hóteli, förum í Bláa lónið og út að borða og gerum ýmislegt skemmtilegt saman. Þeir sem skrá sig snemma geta nýtt tilboð sem er 1500 dollarar með hóteli, reyndar er aðeins dýrara fyrir ljósmyndara. Ég verð líka með fyrirlestur um að nýta samfélagsmiðla og hvernig hægt er að byggja upp tengslanet, allir fá waist trainerinn sem ég er að hanna og þetta verður bara mjög faglegt og flott.“

Enginn Waist trainer þarna á ferð!
Svarthvít og seiðandi Enginn Waist trainer þarna á ferð!

Maginn á réttri leið

Bíddu, waist trainer, er það svona magabelti?
„Já og nei,“ segir Arna og hlær að fávísi minni, „þetta er ekki eins og eitthvað óþægilegt korset sem kemur í veg fyrir að þú getir andað. Maginn á mér er að verða eins og áður en ég varð ólétt því ég er svo dugleg að nota minn. Hann er mjúkur en veitir samt aðhald, svo að magavöðvarnir eru að vinna. Svo er ég slæm í bakinu og hann hjálpar mér að þola vinnudaginn á hárgreiðslustofunni.“

Ég þarf greinilega að skoða þetta mál nánar, en er mikils vísari.

Tippamyndir: „Hvernig dettur þeim þetta í hug?“

Mér finnst alveg nauðsynlegt að spyrja Örnu Báru út í tippamyndirnar sem hún fær sendar mjög reglulega frá karlmönnum um allan heim. „Já, ég lendi rosalega mikið í því að fá svona myndir. Sú síðasta kom í skilaboðum gegnum mína persónulegu facebook síðu, frá manni sem var búinn að vera á vinalistanum mínum síðan 2012. Hvernig dettur þeim þetta í hug? Ég stofnaði líka Snapchat aðgang um daginn og auglýsti það á facebook í 5 mínútur – þá fóru tippamyndirnar að streyma. Þeir sem senda mér eru oft strákar sem eru á föstu og trúlofaðir, jafnvel giftir. Ég er mjög hörð við þá og tek alltaf skjáskot og sendi helst á konurnar þeirra með þeim skilaboðum um að þær vilji kannski vita hvað kærastinn eða pabbi barna þeirra sé að gera þegar þær sjá ekki til. Svo blokka ég þessa gaura og tilkynni þá tafarlaust.“

Strákar, þið hugsið ykkur tvisvar um áður en þið sendið þessari konu tippamynd!
Nei takk! Strákar, þið hugsið ykkur tvisvar um áður en þið sendið þessari konu tippamynd!

Það sem hefur komið Örnu Báru á óvart er hversu mikið er til af ljótum tippum í heiminum. „Í alvöru sko. Ég hef kannski verið svona ótrúlega heppin með mína tippasögu, en vá hvað það eru margir með sjúklega ljót tippi. Mér finnst þetta í raun kynferðisleg misnotkun – að pína manneskju til að sjá kynfærin á þér. Um leið og þeir senda myndina eru þeir bara orðnir ógeðslega krípí. Ég hef engan áhuga á að sjá ókunnugt tippi og kannski bumbu og loðinn pung í leiðinni. Oj bara!“

Arna segist ekki vita um eina einustu konu sem hefur gaman af þessu, en ótal margar hafa lent í því sama. „Mér finnst þetta ekkert fyndið, bara ógeðslegt að þurfa að sjá svona ógeðslegan hlut. Ég er ekki að segja að tippi séu ógeðsleg yfir höfuð, bara þau sem ég hef ekki beðið um að sjá. Það á ekki að þröngva þessu upp á mig eða neina aðra konu.“

Myndin var tekin þegar Arna Bára gekk með Ares Loka.
Falleg Myndin var tekin þegar Arna Bára gekk með Ares Loka.

Jákvæð umræða

Arna, nú ertu algjör skvísa, Playboymódel, átt sjúklega sætan unnusta og gengur vel í lífinu. Þú hlýtur að lenda eitthvað á milli tannanna á fólki.
„Já auðvitað geri ég það. Fyrir nokkrum árum var umtalið oft neikvætt, en núna finn ég miklu jákvæðari strauma. Ég finn miklu frekar fyrir stuðningi og virðingu á samfélagsmiðlum, og stelpur hafa gjarnan samband við mig til að biðja um ráð til dæmis varðandi módelbransann. Umræður um mig á Beauty tips hafa til dæmis bara verið jákvæðar og styðjandi.“

Ýmislegt um Örnu Báru

Ýmislegt um Örnu Báru

Að lokum ákvað ég að henda nokkrum spurningum á Örnu Báru, til að kynnast henni örlítið betur:

Hver á að verða næsti forseti? „Mér líst bara vel á Þorgrím Þráinsson, hann kom alltaf á ljósastofuna sem ég var að vinna á og var ótrúlega næs og með frábæra nærveru. Hann var svo kurteis og frábær og það geislaði svo af honum. Svo skrifar hann æðislegar bækur.“

Hvaða sjónvarpsþætti horfðir þú síðast á? „Ég horfi reyndar ekki á sjónvarp, en stundum á þætti í tölvunni. Nýlega hef ég horft á 100, Vikings, Game of Thrones, iZombie og Walking Dead. Ég vinn svo mikið og tími ekki að eyða tímanum og orkunni minni í að horfa mikið á sjónvarp.“

Hvaða matur er uppáhalds? „Pizza, en eiginlega bara því ég má ekki borða pizzu þessa dagana og langar sjúklega í hana. Maðurinn minn er með mjólkurofnæmi og sá litli líka þannig að ég ma´ekki borða mjólkurvörur á meðan ég er með hann á brjósti.“

Hvaða snyrting er lágmark áður en þú ferð út úr húsi? „Ég er oftast ómáluð og verð bara að segja ekkert. Til hvers að drekkja húðinni minni í málningardóti. Ég er bara sæt ómáluð og þarf ekki að þykjast vera önnur en ég er. Annað ef ég að fara í myndatöku þá er ég auðvitað mjög förðuð.“

Hvernig er líkamsræktarrútínan þín? „Ég mæti núna þrisvar í viku í ræktina, áður en ég varð ólétt var ég að mæta allt að sex sinnum. Ég er mjög hrifin af Zumba og fylgi líka æfingaplani í tækjum. Aðallega er ég samt dugleg að passa upp á mataræðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“