fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Gekk í Krossinn og hætti að vera hommi: „Ég vildi bara passa inn í hópinn“

Ragnar Birkir varð fyrir heiftarlegu einelti sem barn og átti erfitt með að sættast við eigin tilfinningar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. febrúar 2016 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Birkir var sautján ára þegar hann kom út úr skápnum fyrst, en fimm árum síðar átti hann eftir að snúa aftur inn í skápinn eftir að hafa gengið í sértrúarsöfnuðinn Krossinn. Hann var lagður í heiftarlegt einelti í æsku vegna kynhneigðar sinnar, en í dag er hann einstæður þriggja barna faðir og gæti ekki verið hamingjusamari.

Ragnar Birkir er í áhrifaríku viðtali sem blaðakonan Friðrika Benónýsdóttir tók fyrir tímaritið Gay Iceland.

„Ég fæddist í Keflavík en eftir að foreldrar mínir skildu flutti ég ásamt móður minni og nýjum manni hennar til Vestmannaeyja,“ segir Ragnar Birkir í viðtali við Gay Iceland.

„Það var erfitt að vera nýi strákurinn í bænum. Þegar ég var átta ára gamall var ég lagður í einelti fyrir að vera hommi.“

Ragnar Birkir segir að hann hafi varla vitað hvað það væri að vera samkynhneigður á þessum aldri. „En það var augljóslega eitthvað ljótt og hræðilegt [innskt. blms: að mati eineltisseggjanna] og ég skammaðist mín, þó ég vissi ekki einu sinni fyrir hvað ég ætti að skammast mín,“ segir Ragnar. Eineltið átti eftir að fylgja honum næstu árin, eða þar til hann flutti frá Vestmannaeyjum þegar hann var sautján ára gamall.

Þremur árum síðar kom hann út úr skápnum, en þá var hann búsettur í Reykjavík.

Því fylgdi þó ekki frelsandi tilfinning að horfast í augu við kynhneigð sína. Ragnar segir að hann hafi þurft að takast á við tilfinningaleg vandamál vegna eineltisins auk þess sem bróðir hans var ósáttur við ákvörðun hans.

„Ég var algjörlega týndu og mjög einmanna,“ segir Ragnar. „Og það að bróðir minn hafi verið mótfallinn því að ég kæmi út úr skápnum, gerði málin ekki auðveldari.“

Ragnar ákvað því einn daginn að fara í messu hjá Krossinum ásamt konu sem hann vann með á þeim tíma. Hann segir að tilfinningin hafi verið furðu góð; „Mér leið eins og ég væri kominn heim.“

Hann segir söfnuðinn hafa tekið vel á móti sé og verið mjög stuðningsríkur að auki. Það leið þó ekki á löngu þar til Ragnar læddist aftur inn í skápinn. Þegar hann er sérstaklega spurður hvort Krossinn hafi boðið upp á sértæk úrræði til þess að „afhomma“ einstaklinga, svarar hann neitandi.

„En þú varst hvattur til þess að finna þitt „sanna sjálf,“ útskýrir hann og bætir við að það hafi auðvitað þýtt að samkynhneigð hafi ekki verið hluti af hinu „sanna sjálfi“.

Ragnar segir að honum hafi ekki liðið vel í eigin skinni sem samkynhneigður maður og hann hafi í raun þráð það eitt að vera „venjulegur“, eins og hann orðar það.

„Ég vildi bara passa inn í hópinn. Á þessum tíma virtist þetta góð leið til þess.“

Ragnar kynntist konu og giftist henni til þess að ná því að vera „venjulegur“ eins og allir aðrir. Þau eignuðust þrjár dætur, en hann er með forræði yfir stúlkunum í dag og búa þær hjá honum.

Móðir Ragnars dó þegar hann var nítján ára gamall og átti Ragnar erfitt með að takast á við missinn ofan á allt annað. Bróðir hans sendi hann til sálfræðings með það að markmiði að hann léti af samkynhneigðum tilfinningum sínum auk þess sem Ragnar var enn að berjast við afleiðingar mikils eineltis.

„Ég vildi bara finna einhvern frið, sama hvað það kostaði,“ segir hann. „En í dag veit ég að ég er samkynhneigður, á því er enginn vafi.“

Það eru aðeins fjögur ár síðan Ragnar kom aftur út úr skápnum. Hann segir að það hafi verið áskorun að takast á við það að nýju, ekki síst mjög breyttu umhverfi samkynhneigðra á Íslandi.

„Stærsta áskorunin var samt að breyta viðhorfum mínum til þess hvernig ég sæi mig sjálfan sem samkynhneigðan mann,“ útskýrir hann. „Þegar ég var sautján ára einblíndi ég eingöngu á myrkari hliðar samkynhneigðarinnar, þá upplifði ég samkynhneigð ekki sem venjulegan lífsstíl.֧“

Hann segir að þetta hafi breyst mikið, og að það hjálpi til að samkynhneigð er ekki jafn jaðarsett og hún var á tíunda áratugnum.

Ragnar er virkur í hópnum Dragsúgur, og kemur þar fram undir nafninu Ina Vagina. Þess á milli starfar hann í grunnskólanum í Njarðvík auk þess sem er sölumaður og sýslar með Herbalife.

Hann segir dætur sínar algjört forgangsatriði þó hann hafi hitt karlmenn sem settu það fyrir sig í stefnumótalífinu. Einn þeirra útskýrði fyrir Ragnari að hann vildi ekki börn. „Þar með var enginn grundvöllur til þess að halda sambandinu gangandi,“ segir Ragnar sem bætir við að hann myndi aldrei yfirgefa dætur sínar.

„Þær eru það allra besta í mínu lífi,“ segir Ragnar Birkir.

Hann segir að hann hafi leitað lengi að venjulegri útgáfu af sér sjálfum. „Og það er sá maður sem ég er í dag,“ segir hann. „Ég er einstæður faðir, samkynhneigður og sáttur við þá staðreynd að ég hef margar kvenlegar hliðar, en er hundrað prósent karlmaður – og það er nákvæmlega maðurinn sem ég vil vera.“

Lesa má áhrifaríkt viðtal við Ragnar hér.

Við þetta má bæta að hópurinn Dragsúgur kemur fram á Gauki og Stöng í kvöld. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um kvöldið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir