Evert er ekki sáttur við umdeilda herkænsku Gurrýjar
„Mér finnst þetta óíþróttamannslegt, óheiðarlegt,“ segir Evert Víglundsson, þjálfari í Biggest Loser, í stiklu fyrir þáttinn sem sýndur er í kvöld. Stikluna má sjá hér neðst í fréttinni.
Evert vísar þarna í umdeila herkænsku hins þjálfarans, Guðríðar Torfadóttur, Gurrýjar, sem hvatti liðsmenn sína til að lyfta og borða kolvetni fyrir síðustu vigtun. Reglum þáttanna var breytt fyrir nýjustu þáttaröðina á þá leið að þjálfararnir mega bjarga einum keppanda einu sinni í þáttunum. Gurrý ákvað að nýta sér þetta í síðasta þætti, taka eina viku þar sem keppendur í hennar liði lyfta og borða kolvetni, væntanlega í þeim tilgangi að knýja fram sigur í næstu vigtun sem fram fer í kvöld.
„Ég myndi aldrei gera þetta sjálfur,“ segir Evert í stiklunni en Gurrý svarar fyrir sig og segir að ekkert óheiðarlegt hafi verið við þetta uppátæki. „Þetta var bara gameplan sem Gurrý setti upp,“ segir einn keppenda í hennar liði á meðan annar í liði Everts segir að hún hafi eyðilagt sigurinn fyrir þeim sem lögðu mikið á sig til að léttast.
Það verður fróðlegt að sjá hvort herkænska Gurrýjar hafi gengið upp en Biggest Loser er á dagskrá SkjásEins í kvöld klukkan 20. Þátturinn er í opinni dagskrá.
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Hasarinn heldur áfram! Ekki missa af næsta þætti á fimmtudaginn kl. 20.00 í opinni dagskrá! #biggestloserisland
Posted by SkjárEinn on Friday, 12 February 2016