fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Kara Rós: „Það var erfitt að labba upp þessa fáu stiga sem eru á heimilinu mínu og mér var stanslaust kalt“

„Það versta við að hafa einu sinni átt við þennan fjanda er að hann á erfitt með að fara“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 18. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta byrjaði allt mjög saklaust.“ Svona hefst frásögn Köru Rósar Valþórsdóttur sem var hætt komin í byrjun febrúar 2015. Það sem byrjaði sem saklaus lífstílsbreyting fór smám saman út í öfgar og segir Kara að oft geti reynst þrautin þyngri að hjálpa þeim sem lenda í klóm átröskunar.

Kara birtir frásögn sína á vefnum Motivation.is Hún var 65 kíló sumarið 2014 og ákvað að losa sig við nokkur kíló. Það byrjaði rólega. En svo einn daginn fórum við vinkonurnar í afmæli og í fyrsta sinn fékk ég að heyra: „Vá Kara, þú ert búin að grennast“. Það var ótrúlega góð tilfinning og ég gleymi henni aldrei. Ég ætlaði alls ekki að stoppa þarna og hélt áfram að vera dugleg allt sumarið,“ ritar Kara.

Í lok sumars var hún búin að missa 10 kíló að eigin sögn. Hún lýsir því hvernig fólk hafði orð á því að hún hafði grennst og það varð mikil hvatning. „Í byrjun árs 2015 tók ég út allan sykur úr mataræðinu, tók brjálaða brennslu alla daga, tók enga hvíldardaga og æfði jafnvel tvisvar á dag. Í lok janúar var fólk farið að hafa áhyggjur af mér og var byrjað að vara mig við en ég vildi ekki hlusta. Suma dagana borðaði maður nánast ekki neitt og þessa litlu orku sem ég var með notaði ég í ræktina.“

Hún segir að lokum hafi ástandið orðið alvarlegt. „Allir dagar voru þrot. Það var erfitt að labba upp þessa fáu stiga sem eru á heimilinu mínu og mér var stansalust kalt. Mig svimaði svo mikið af næringarskorti en vildi ekki gera neitt í þessu því það eina sem ég þráði var að grennast meira!“

Í byrjun febrúar sýndi vigtin minna en 50 kíló og segir Kara að í kjölfarið hafi orðið hugarfarsbreyting hjá henni. Hún átti sig á að það stefndi í óefni og tók þá ákvörðun að byggja sig upp á ný. Hún leitaði til Sigurjónseinkaþjálfara og smám saman fóru framfarir að koma í ljós. „Ég borðaði rólega meira og meira, bætti við fleiri og fleiri kaloríum, brenndi ekki neitt. Mátti ekki einu sinni horfa á hlaupabrettin. Lyfti extra þungt og síðan þá hafa allar mælingar komið frekar vel út“

„Ég er loksins byrjuð að átta mig á hvað er rétt þrátt fyrir að þessi hræðilega tilfining eigi sér enn rætur í kollinum mínum. Ég á það til að liða illa suma daga en ég þarf bara að muna hvað mér leið eitt sinn mikið verr og ég þarf að vera extra sterk,“ segir Kara sem segist aldrei hafa liðið betur en í dag.

„Þetta eru hræðilegar aðstæður og ég hef séð fleiri lenda í þessu. Ég vildi óska þess að ég gæti hjálpað þeim en sannleikurinn er sá að það er mjög fátt sem aðrir geta gert fyrir þetta fólk. Því ég veit hvernig það hugsar og það hlustar ekki á neinn. Í þessari stöðu þarf maður svolítið að átta sig á þessu sjálfur en ég hvet samt aðstandendur til þess að reyna að fá hjálp fyrir fólk sem er að lenda í þessu því það mun þakka ykkur seinna.“

Hér má lesa frásögn Köru í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar