Birti tugi myndskeiða á Snapchat eftir þáttinn um lífsstílsbloggari – Var ekki búinn að sjá þáttinn
Manuela Ósk Harðardóttir, fatahönnunarnemi og lífsstílsbloggari, segist ekki vera með átröskun en segist fagna opinni umræðu um átröskun. Frá þessu greindi Manuela í löngum þræði á Snapchat sem innihélt tugi myndskeiða.
„Ég sjálf er ekki með átröskun og mér finnst gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manuela á Snapchat en fjallað var um lífsstílsbloggara í Kastljósi í gær.
Þar sagði Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, bloggari, að hún hefði átt við átröskunarvandamál að stríða. Manuela segir að hún sé ekki með átröskun og þykir miður ef umfjöllun Kastljóss hafi gefið það til kynna.
„Ég bið fólk að setja ekki alla undir sama hatt. Ef þessi umfjöllun í Kastljósinu gefur eitthvað til kynna að ég eigi við einhver vandamál að stríða þá finnst mér það mjög leiðinlegt.“
Í þættinum var fjallað um Manuelu og þar kom meðal annars fram að Manuela hefði ekki gefið kost á sér í viðtal.
Manuela segir það ekki vera alveg rétt. Hún hafi einfaldlega ekki haft tíma til að undirbúa sig og mæta í viðtal. Hún hafi auk þess ekki kært sig um að vera hluti af þessari umfjöllun.
Manuela er afar vinsæl á samfélagsmiðlum og sem dæmi má nefna fylgdust 16 þúsund manns með Snapchat-aðgangi hennar þegar hún fór í veislu í Playboy-höllinni síðastliðið mánudagskvöld.
Manuela segir að hún hafi fengið fjölda skilaboða eftir Kastljósþátt gærkvöldsins og því hafi hún séð sig knúna til að svara fylgjendum sínum. Hún viðurkenndi þó að hún hefði ekki sé þáttinn en ætlaði að horfa á hann þegar hann yrði birtur á Internetinu, þar sem hún er nú stödd í Kaliforníu.
Sjá má skilaboðin á Snapchat-aðgangi Manuelu: manuelaosk