fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fókus

Kláruðu tónleikana, þremur mánuðum eftir fjöldamorðin

Eagles of Death Metal héldu tónleika í Bataclan-höllinni í gær – Voru að spila þegar hryðjuverkin í París áttu sér stað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska rokkhljómsveitin Eagles of Death Metal hélt í gærkvöldi tónleika í Bataclan-tónleikahöllinni í París. Hljómsveitin spilaði þar síðast þegar hryðjuverkin í París áttu sér stað og fjöldi fólk lést, meðal annars í tónleikahöllinni.

Í gær steig sveitin því aftur á svið, um þremur mánuðum eftir að hryðjuverkamenn réðust inn í höllina á meðan á tónleikum þeirra stóð. Hátt í hundrað létust í árásinni í Bataclan í nóvember. Á tónleikunum í gær voru hundruð eftirlifenda ásamt fjölskyldum þeirra sem særðust eða létu lífið í árásinni staddir á tónleikunum.

Hljómsveitarmeðlimir Eagles of Death Metal höfðu lofað aðdáendum sínum að þeir myndu klára tónleikanna sem hryðjuverkamennirnir eyðilögðu. Í frétt Guardian segir að tónleikarnir í gær hafi gengið vel. Fram kemur að tónleikarnir hafi verið ansi tilfinningaþrungnir enda árásin enn í fersku minni margra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum

Opinberar ástæðuna fyrir því að Bianca Censori fór frá honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum

Segir að heimurinn gæti breyst meira á næstu fimm árum en síðustu fimm þúsund árum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“

Ísblómið með beikonbragði ekki aprílgabb – „Ég held að þetta sé svona love/hate dæmi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?