fbpx
Þriðjudagur 03.september 2024
Fókus

Hafði ekki hugmynd um þungun sína: Fór á klósettið og fæddi barn

Sagt að hún væri með hægðatregðu

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. febrúar 2016 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin tvítuga Charlotte Bryant þjáðist af stöðugum bakverkjum og leitaði í þrígang til lækna. Enginn þeirra náði að koma auga á að hún var komin níu mánuði á leið. Sjálf var hún algjörlega grunlaus þar til hún fór á salernið eitt kvöldið.

Charlotte sem kemur frá Cardiff í Wales var fyrst tjáð að hún væri með vöðvabólgu og skrifað var upp á verkjalyf. Hún hafði enga hugmynd um að hún væri með barni enda hafði hún haft blæðingar og fann ekki fyrir neinum hreyfingum í maganum. „Ég hafði bætt aðeins á mig en ég hélt bara að ég hefði verið að borða of mikið af köku,“ segir hún en þetta kemur fram á vef Mirror
Þriði læknirinn sem hún heimsótti sagði henni að um hægðatregðu væri að ræða og var hún send heim með hægðalyf. „Ég fór heim og tók eina töflu. Stuttu síðar fann ég sterka þörf til þess að fara á klósettið.“

„Ég sat á klósettinu og allt í einu fann ég fyrir einhverju á milli fótana á mér. Ég rembdist, leit niður og sá andlit horfa á mig. Þetta var algjörlega súrrealískt. Ég öskraði því á næst á eldri bróður minn sem var heima að ég væri búin að eignast barn. Hann kallaði á mig að hætta þessum fíflalátum en kom svo niður og sá mig halda á barni í fanginu,“ segir hún jafnframt en í ofboði vafði hún nýfæddu syni sínum í handklæði og beið eftir sjúkrabíl sem kom tíu mínútum síðar. „Ég átti auðvitað ekki neinn skapaðan hlut handa honum, ekki einu sinni bleyjur.“

Sjúkraliðar mættu á staðinn, klipptu á naflastreng drengsins og var farið með hann á sjúkrahús. Á meðan læknar sinntu drengnum sendi Charlotte kærasta sínum og barnsföður símamynd af nýfæddum syninum með þeim skilaboðum að hann væri orðinn pabbi. „Hann trúði mér ekki. Hann hélt fyrst að ég væri að grínast í honum,“ segir hún en bætir við að í dag njóti parið samvista með litla drengum, sem fengið hefur nafnið Joshua.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bragi flutti skuldum vafinn til Miami en sneri blaðinu við með dugnaði og elju – Efnaðist á fasteignum og rekur öflugt fyrirtæki ytra

Bragi flutti skuldum vafinn til Miami en sneri blaðinu við með dugnaði og elju – Efnaðist á fasteignum og rekur öflugt fyrirtæki ytra
Fókus
Í gær

Kardashian-systir segist laðast kynferðislega að sjálfri sér

Kardashian-systir segist laðast kynferðislega að sjálfri sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“

Andrúmsloftið þungt meðan Fanney Dóra og Aron biðu eftir fréttum um aðgerð dóttur þeirra – „Svo kom hann inn brosandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?

Er Dagur Sig betri en orginal söngvarinn?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll átti óvænta endurfundi eftir nærri hálfa öld – „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið“

Páll átti óvænta endurfundi eftir nærri hálfa öld – „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gúrkusalat Sölku slær í gegn

Gúrkusalat Sölku slær í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir vill koma sonunum út og auglýsir í Bændablaðinu – „Með þrjá drengi gefins á gott heimili“

Móðir vill koma sonunum út og auglýsir í Bændablaðinu – „Með þrjá drengi gefins á gott heimili“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ari Trausti veitir góð ráð um jökla- og íshellaferðir

Ari Trausti veitir góð ráð um jökla- og íshellaferðir