fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Tara: „Á ég það skilið að verða fyrir augngotum og ýldusvip í sundi þegar horft er á líkama minn?“

Fiturfordómarnir miskunnarlausir- Talin gráðug og löt – Brot á sjálfsögðum mannréttindum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju þarf ég einu sinni að færa rök fyrir því að ég, og aðrir feitir Íslendingar, eigi ekki að þurfa að búa við fordóma og mismunun?,“ spyr Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu en hún segist vera feit kona. Hún segir einstaklinga í yfirþyngd verða statt og stöðugt fyrir miskunnarlausum fordómum og sé það gróft brot á þeim grundvallarmannréttinum sem hver einstaklingur á að fá að njóta óháð útliti, hegðun og stöðu.

„Ég var loksins tilbúin til að standa með sjálfri mér í því skinni sem mér var gefið. Það var kominn tími á að einhver kæmi með gagngera mannréttindayfirlýsingu fyrir feitt fólk, einfaldlega vegna þess að skömm er svo innrætt með feitum,“ segir Tara í samtali við DV.is. „Feitu fólki má aldrei líða vel í eigin skinni, það þarf að vera að reyna að grennast til að öðlast snefil af samfélagslegu samþykki og þá eru jafnvel öfgakenndar og hættulegar aðferðir taldar helga meðalið.“

Tara tjáir sig einnig í pistli sem birtist upphaflega á Kvennablaðinu þar sem hún segist tilheyra offituflokki samkvæmt líkamsþyngdarstuðlinum BMI. Hún starfar sem félagsráðgjafi eftir að hafa lokið námi með fyrstu einkunn og er í ástríku sambandi með manni sínu,

„Þegar fólk hins vegar horfir á mig valda fitufordómar og staðalmyndir því að fólk smættar þessa sögu mína í það að ég hljóti að vera gráðug, löt og að mig skorti sjálfsaga. Svakalegar fullyrðingar eru settar fram um heilsufar mitt án þess að viðkomandi viti nokkuð um það. Ég, eins og allir feitir einstaklingar, er dæmd án þess að fólk þekki viðkomandi. Það er skólabókardæmi um fordóma.“

Hún bendir á að með stöðugum fordómum sé vegið að sjálfsögðum mannréttindum þeirra sem eru í yfirþyngd.
„Á ég það skilið, lesandi góður, að geta ekki farið að versla í matinn án þess að verða fyrir aðkasti ókunnugra einstaklinga sem hafa eitthvað út á fæðuval mitt að setja? Á ég það skilið að verða fyrir augngotum og ýldusvip í sundi þegar horft er á líkama minn? Á ég ekki skilið að njóta sömu heilbrigðisþjónustu og aðrir? Að heilbrigðisstarfsfólk gefi sér tíma til að hlusta á mig og hjálpa mér að ná bót meina minna? Að ókunnugt fólk sem þekkir mig ekki neitt labbi upp að mér með „velmeinandi“ ráðleggingar um mataræði og hreyfingu?„

Þá bendir hún meðal annars á að reynsla af fitufordómum auki líkur á þunglyndi, neikvæðu sjálfsmati, slæmri líkamsmynd, ofátsvanda og minni þátttöku í hreyfingu.

„Ég geri skýlausa kröfu um að allir eigi að njóta mannréttinda óháð holdafari og vera lausir við fordóma og mismunun! Ég sætti mig ekki við neitt minna! Og ég biðla til feitra samlanda minna, sem fá stöðug skilaboð frá samfélaginu um að þeir séu meira virði eftir því sem þeir vega minna, um að gefa heldur ekkert undan þegar kemur að mannréttindum þeirra. Þeir eiga ekki skilið að verða fyrir fordómum og mismunun, jafnvel þótt þeir hafi sleppt ræktinni og fengið sér pítsu í kvöldmat í gær. Það kemur bara fjandakornið ekki málinu við.“

Hér má lesa pistil Töru í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“

Guðbjörg bjó ein 12 ára gömul og allir vissu það en enginn gerði neitt – „Þetta var auðvitað mikil höfnun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð

„Hawk Tuah“ stelpan segir að karlmenn séu bara á höttunum eftir einu þegar þeir senda henni skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar