Útvarp Saga hefur enn ratað í fréttirnar fyrir óvenjulegar skoðanakannanir. Í gær spurði útvarpsstöðin hvort fólk vildi fá samkynhneigt par á Bessastaði. Tilefnið var skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi þar sem spurt var um hvort fólki hugnaðist að parið Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson sætu saman á Bessastöðum. Þátttaka var góð og þrír fjórðu svöruðu spurningu Útvarps Sögu játandi. Kannanir stöðvarinnar hafa stundum tekið einkennilegar vendingar. „Ætli rauða sneiðin verði allt í einu orðin NEI seinna í dag?“ spurði almannatengillinn Andrés Jónsson á Twitter og treystir Sögu ekki fyrir horn.