fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Erfiður missir Jórunnar: „Aldrei gleymi ég því þegar ég fékk þig fyrst í fangið“

Hundurinn Torres var 12 ára þegar hann kvaddi – Mjög sárt að missa gæludýr

Auður Ösp
Mánudaginn 15. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir verða bara eins og börnin manns. Þegar ég fékk hann fyrst þá vissi ég ekki að það væri hægt að elska hund svona mikið,“ segir Jórunn Dögg Stefánsdóttir en hún telur að þeir sem aldrei hafa átt gæludýr geri sér oft ekki grein fyrir því hversu sárt það getur verið fyrir eigendurna þegar dýrin falla frá. Missirinn geti verið óbærilegur enda sé oft um að ræða dýr sem tengst hafa eigendum sínum órjúfanlegum böndum. Sjálf missti Jórunn nýlega hund sinn, Torres, sem hafði á sinni stuttu ævi náð að mynda einstök tengsl við 12 ára son hennar sem greindur er með einhverfu og þroskahömlun.

Djúp sorg

„Þetta er ótrúlega djúp sorg,“ segir Jórunn í samtali við DV.is en meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Torres, sem var franskur bulldog, kvaddi fjölskylduna fyrr í mánuðinum. Má þar sjá Jórunni og tvö af börnum hennar, þau Guðna Snæ 12 ára og Áslaugu Kristínu 14 ára. Torres fékk að sögn Jórunnar kölkun í hryggjarliðina þannig að þeir fóru að ganga saman og hafði hann lengi verið kvalinn. Hann hafði verið órjúfanlegur hluti af lífi Jórunnar og barna hennar síðustu fimm árin. „Það var oft gert grín að mér fyrir hvað ég dekraði hann mikið og sagt við mig að „þetta væri nú bara hundur“ en hann var miklu meira en hundur fyrir mér,“ segir Jórunn og bætir við að það sé huggun harmi gegn að eiga eftir tvær boxer-tíkur, þær Emmu og Myrru.

Einstök vinátta

Guðni Snær, sonur Jórunnar, er greindur með dæmigerða einhverfu og þroskahömlun. Segir Jórunn að Torres hafi verið „hægri hönd“ Guðna og var vinátta þeirra einstök. „Guðni hefur oft tekið alvarleg skapofsaköst þar sem öskrar og lemur frá sér. Nánast frá byrjun skynjaði Torres þegar köstin voru í uppsiglingu og kom þáog sat hjá honum þar til hann róaðist. Í sumar týndist Guðni og þegar ég fann hann var Torres hjá honum, taumlaus. Hann vék aldrei frá honum.“

Fallegar myndir – á sinn hátt

Jórunn birti myndirnar einnig á Facebook á dögunum þar sem viðbrögðin létu ekki á sér standa og fjölmargir tóku undir þá fullyrðingu hennar að gæludýramissir sé oft á tíðum sársaukafyllri en tárum taki. „Það var vinkona mín, Freyja Kjartansdóttir, sem tók myndirnar af okkur að kveðja hann en við höfðum ekki hugmynd um að hún væri að taka þær á þessum tímapunkti. Eftir á þá finnst mér yndislegt að eiga þær til minningar. Þessar myndir eru svo fallegar á sinn hátt.“

Fólk beri virðingu

„Þetta er svo mikill sársauki og hjartað er algjörlega brotið,“ segir Jórunn jafnframt en fjölskyldan hefur áður þurft að kveðja hund, tíkina Nölu fyrir þremur árum. Jórunn segir að sá missir hafi verið alveg jafn sár. „Mér er sama þó fólk kalli mig dramadrottningu fyrir að bregðast svona við. Ég vil endilega fólki geti séð sé hvað sorgin er mikil, og beri virðingu fyrir því í stað þess að gera lítið úr því. Þeir sem hafa átt hunda vita hvað ég á við. Ég skammast mín ekkert fyrir að vera þarna hágrátandi, 36 ára gömul konan enda grátum við öll. Missirinn er bara svo mikill,“ segir Jórunn en hún ritaði einnig hjartnæmt kveðjubréf til besta vinar síns sem sjá má brot úr því hér fyrir neðan.

„Elsku Torres. „Hjartað mitt grætur þeir sem eiga hunda skilja það að hafa átt þig og fengið að fylgja þér í 7 ár er það besta sem ég veit um. Þú áttir mig 100% – fyrsti hundur minn, mikið var gert grín af mér þegar þú komst inni líf mitt.“

„Aldrei gleymi ég þegar ég fékk þig fyrst í fangið oguponsu lítill og þú kvaddir í sama fangi . Ég sagði þér Torres þegar þú varst hvolpur að ég skildi vera með þér allt til endaloka. Þú myndir fá að hvíla í fangi mínu þegar þinn tími kæmi. Þakklát er ég fyrir að hafa átt þig. Þakklát fyrir allt sem þú gerðir og bætir alla fjölskylduna . Núna ertu farinn yfir regnbogabrúna til Nölu. Elska þig, elsku gullið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“