Og nei, Þórunn Erna Clausen er ekki ólétt
Hér að neðan má sjá myndband í anda Valentínusardagsins. Þar má sjá ungt par í Eldborgarsal Hörpu en maðurinn er búinn að undirbúa svolítið óvænt fyrir konuna sína.
Leikstjóri stuttmyndarinnar heitir Smári Gunnarsson. Hann á sjálfur hugmyndina að myndinni og fékk Þórunni Ernu Clausen og Guðmund Inga Þorvaldsson til liðs við sig.
Þórunn segir í samtali við DV að það hafi tekið einn dag að taka upp myndina og að það séu til tvær útgáfur af henni.
„Þetta var mjög skemmtilegur dagur og í leiðinni tók ég mér smá frí frá undirbúningnum fyrir Söngvakeppnina,“ segir Þórunn sem á jafnframt lagið Hugur minn er, eða I promised you then, í keppninni.
Þórunn vill koma því á framfæri að hún er alls ekki ólétt. Óléttukúlan sem sést á myndinni er púði en hún fékk símtal frá ónefndum blaðamanni í morgunsárið sem var forvitinn um hvort hún ætti von á barni.
„Þetta er sæt saga um að koma ástinni sinni á óvart og stíga út fyrir þægindarammann. Ég held að við gerum aldrei of mikið af því“
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
Happy Valentine's Day // Gleðilegan Valentínusardag
Posted by Harpa Concert and Conference Centre on 13. febrúar 2016