fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Edda Björgvins: „Ég stend í skilnaði […] Ég eyddi milljónum í að halda þessu hjónabandi gangandi“

Segir viðmót tryggingafélags síns einkennast af kulda og skorti á samúð – Vill að fólk leggi fyrir peningana

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég stend í skilnaði …… við tryggingafélagið mitt! Ég ætla að bjóða einhverju öðru tryggingafélagi að hirða milljónirnar mínar næstu árin. Einhverjum aðilum sem hafa á að skipa fólki sem sýnir þó ekki væri nema umhyggju og samúð þegar litlar sálir brotna undan uppákomum í húseignum sínum,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem hefur tekið þá ákvörðun að hætta í viðskiptum við núverandi tryggingafélag sitt og segir hún ástæðuna fyrst og fremst vera kaldrahranalegt viðmót starfsmanna og lítinn sveigjanleika en Edda hefur árabil staðið í miklum stappi við að fá bætt tjón sem hlotist hefur í þeim húseignum sem hún hefur fest kaup á í miðbænum. Segir hún að ætíð feli tryggingafélagið sig á bak við smáa letrið og þá bæti ómanneskjulegir starfshættir ekki úr skák. Hún spyr sig hvort það hreinlega borgi sig að kaupa tryggingar þegar svo ekkert fáist svo bætt og stingur upp á að fólk hreinlega leggi fyrir þá peninga sem það greiði tryggingafélögunum.

Í samtali við DV.is segir Edda að hún sé einfaldlega búin að fá sig fullsadda af „truntalegu“ viðmóti starfsmanna tryggingafélagsins sem sýni sjaldnast samúð fyrir aðstæðum hennar. „Ég er í þeim hópi sem hefur átt nokkrar eignir í miðbænum í gegnum tíðina og lent í sífelldum áföllum sem snúa að viðhaldi þessara gömlu húsa, svosem vesen með rakaskemmdir, rör, veggi og klóak. Það er eins og við sem búum í þessum gömlu húsum séum öll að lenda í því sama: Það er í rauninni ekkert tryggt, allavega ekkert sem skiptir máli og ég veit svo sannarlega að ég er ekkert sú eina.“

Hún nefnir sem dæmi að á árum áður hafi hennar gamla tryggingafélag ætíð sýnt henni samúð. „Þeir voru alltaf svo almennilegir og yndislegir og sögðu einfaldlega við mig „Edda mín, við könnum það hvort að við finnum ekki leið.“ Og þeir fundu alltaf leið! En það er annað núna í dag.Mér myndi líða miklu betur í hjartanu ef matsmaðurinn byrjaði ekki á því að hreyta í mig: „Þetta verður ekki bætt!“ Það sem ég bið um er bara smá virðing og skilningur, ég vil bara að þeir séu almennilegir í störfum sínum. Þetta er svo mikil hranalegheit. Það er skrítið hvað þeir virðast áhugalausir um að hjálpa þegar ég er að borga þeim mörg hundruð þúsund á hverju ári.“

Hún segir að eftir að hafa staðið í stappi við tryggingafélag sitt undanfarin ár þá sé hún óneitanlega farin að velta fyrir sér hvort að það hreinlega borgi sig að vera tryggður þegar ekkert fáist síðan tryggt þegar á hólminn er komið. „Allir sem tryggðir eru hjá tryggingafélögunum borga mörg hundruð þúsund krónum meira en þeir munu nokkrun tímann fá til baka. Ég veit um aðila sem reiknaði út að hann ætti fyrir nýju húsi með upphæðunum sem hann hefur ausið í tryggingar.“

Hefur eytt milljónum í að halda hjónabandinu gangandi

Edda tilkynnti einnig um skilnaðinn á Fésbókarsíðu sinni þar sem hún segist vera að undirbúa mikil átök:

„Ég átti í dásamlegu sambandi við þennan fylgifisk/maka/öryggisventil, í mörg ár – þá hét ástin í lífi mínu Trygging hf. Einstök þjónusta, endalaus umhyggja og þar var hreinlega leitað leiða til að horfa fram hjá smáa letrinu ef það var ekki hagstætt þeim sem tryggðu,“ ritar hún en hún segir hlutina hafa breyst til hins verra eftir að félagið breytti um nafn. „Því hákarl gleypti litla tryggingafélagið og lengi vel voru sömu elskulegu aðilarnir að þjóna manni af ást og alúð. Ávallt reiðubúnir að finna leið svo tryggingafélagið væri traustur stuðningur á neyðarstundu.“

„Svo hættu góðu mennirnir greinilega einn af öðrum. Nýir stjórnendur tóku við og nú er svo komið að ég upplifi pirring, virkilega þreytu í hvert sinn sem mér er bent á að félagið borgi ekki krónu af öllum þeim raka-röra-gólf-veggja-klóak-áföllum sem eitt heimili getur lent í,“ segir hún og segist hafa blöskrað verulega eftir að hafa skrifað forstjóra og stjórn félagins og sagt frá ástæðum þess að hún ætlaði að hætta í viðskiptum, án þess að fá nokkuð svar til baka. „Enda er ég ekki stóri karlinn vinur minn sem fékk allt bætt sem hann bað um, því hann tryggir sirka 15 stórar eignir hjá sínu félagi.“

„Ég hef eytt milljónum í að halda þessu hjónabandi gangandi – borgað samviskusamlega mitt iðgjald í hverjum mánuði, en nú er nóg komið: „fælirinn er mullur“ eins og sauðdrukkinn kunningi minn sagði þegar konan hans nefndi að hann ætti hugsanlega við áfengisvandamál að stríða,“ segir hún einnig en hún ætlar hún að leita að nýju tryggingafélagi.

„Þjónustuaðilinn á að senda mér þau skýru skilaboð að það verði leitað allra leiða til að hjálpa mér,“ segir Edda jafnframt og auglýsir um leið eftir tillögum frá fólki sem er ánægt með sitt tryggingafélag. Í samtali við blaðamann DV.is segist Edda jafnframt efast um að það hreinlega borgi sig að vera tryggður. „Ef til vill væri betra að setja iðgjöldin inn á banka og síðan borga sjálfur, þá sjaldan þegar maður lendir í einhverju. Við ættum kannski bara að segja unga fólkinu í dag að gera það? Fólk ætti kannski bara að fara að skoða það er tryggt og vega svo og meta hvort það borgi sig að hafa aðrar tryggingar heldur en þessar skyldutryggingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð