fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Tvær af hverjum þremur stúlkum hafa áhyggjur af útlitinu: „Ég er ekki falleg, ég er ekki ánægð með sjálfa mig“

Ungar konur ræða um útlitsdýrkun og sjálfsmynd

Auður Ösp
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það koma dagar, eða meira svona ár,þar sem ég er að fela mig í fötunum mínum,“ segir einn viðmælandanna í nýju myndbandi sem gefið hefur verið út í tilefni af herferðinni ##Sönnfegurð en herferðin snýst um að stuðla að bættri líkamsmynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Kannanir hafa leitt í ljós að tvær af hverjum þremur íslenskum stelpum á aldrinum 18-25 ára segja að áhyggjur af líkamsvexti og útliti hafi mikil áhrif á sjálfstraust þeirra.

Fram kemur á heimasíðu verkefnisin að stór hluti kvenna sé unga aldri ósáttur við líkamsvöxt sinn og er sú staðreynd rakin að miklu leyti til útlitsþrýstings sem ríkir í samfélaginu. „Á undanförnum áratugum hefur fegurðarímynd kvenna orðið sífellt óraunhæfari og með tilkomu nútíma myndvinnslutækni hafa verið búin til útlitsviðmið sem í raun engar konur geta uppfyllt.“

Dove stóð á síðasta ári fyrir námskeiði í menntaskólum sem bar heitið The Body Project en á meðfylgjandi myndbandi má sjá samræður á milli nokkurra stúlkna sem sóttu námskeiðið þar sem þær ræða meðal annars útlitsáhyggjur og kröfur samfélagsins. Það var framleiðslufyrirtækið sem kom að gerð myndbandsins.

Sem dæmi um ummæli sem falla má nefna:

„Í grunnskóla var ég mjög mikið að fela mig bak við málingu og föt sem ég vildi ekki klæðast.

„Það er þessi endalausta togstreita á milli þess að mála sig en samt ekki of mikið.“

„Ég er farin að gráta yfir svona kjaftæði, ég er svo reið“

„Hvenær getum við fengið að vera við sjálfar?“

Þá kemur einnig til umræðu hversu mikil hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað í samfélaginu. „Við lifum á svo byltingarkenndum tímum. Það er allt að gerast. Það er tími til kominn að setja hnefann í borðið og segja stopp,“ segir ein stúlknanna en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Hm_DEdqmJJI&w=600&h=390]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð