„Ég fell fyrir auglýsingum sem leggja hart að sér til að minna okkur á að lífið sé þess virði að lifa því, hér er ein,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og birtir hugljúfa auglýsingu á Facebook-síðu sinni sem hefur slegið í gegn.
„Uss, ég fór sko bara að gráta. Fallegt,“ segir vinkona Þórdísar á Facebook og önnur bætir við: „Ó, hver var að skera lauk?“
Í umfjöllun um auglýsinguna segir að hún sé kvikmynduð í Póllandi en auglýsingin sjálf sé á ensku. Sagan sé falleg, fyndin og hreyfi við fólki.
„Ef þessi saga bræðir ekki hjarta þitt er ekkert sem við getum gert fyrir þig,“ segir greinahöfundur.
Söguþráðurinn verður ekki rakinn hér, sjón er sögu ríkari:
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=D6jdakVLl6c&w=640&h=360]