Listi Forbes yfir tekjuhæstu tónlistarmenn ársins 2016
Bandaríska tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir tekjuhæstu tónlistarmenn ársins 2016. Á listanum er bæði að finna tónlistarmenn og hljómsveitir.
Efsta sæti listans að þessu sinni skipar bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift sem, samkvæmt lista Forbes, þénaði 170 milljónir Bandaríkjadala á árinu. Swift hefur verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin á árinu sem gengið hefur glimrandi vel. Þá nýtur hún góðs af auglýsingasamningum við Keds, Coke og Apple.
Í öðru sætinu er breska poppsveitin One Direction sem þénaði 110 milljónir Bandaríkjadala. Líkt og Taylor Swift hafa strákarnir verið á tónleikaferðalagi sem hefur gengið vel. Í þriðja sætinu er Adele sem þénaði 80,5 milljónir Bandaríkjadala.
1.) Taylor Swift – 170 milljónir*
2.) One Direction – 110 milljónir
3.) Adele – 80,5 milljónir
4.) Madonna – 76,5 milljónir
5.) Rihanna – 75 milljónir
6.) Garth Brooks – 70 milljónir
7.) AC/DC – 67,5 milljónir
8.) Rolling Stones – 66,5 milljónir
9.) Calvin Harris – 63 milljónir
10). Diddy – 62 milljónir