fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Erfið skólaár stjarnanna

Heimsfrægar leikkonur segja frá einelti sem þær urðu fyrir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 4. desember 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem verða að þola einelti gleyma því ekki. Það á líka við um stjörnurnar í Hollywood. Skólafélagar Steven Spielberg kölluðu hann nörd, Tom Cruise var strítt vegna þess að hann glímdi við lestrarerfiðleika og Kate Winslet var kölluð feitabolla. Og þær þrjár heimsfrægu stjörnur sem fjallað er um hér á síðunni urðu fyrir miklu aðkasti í skóla vegna þess að þær þóttu vera öðruvísi og féllu ekki inn í hópinn. Á þeim sannaðist að sá hlær best sem síðast hlær. Skólafélagarnir sem níddust á þeim á sínum tíma vildu í dag örugglega vera í þeirra sporum.

Winona Ryder varð fyrir grófu ofbeldi í skóla. Nokkrir skólafélagar hennar réðust á hana, slógu höfði hennar við dyr og þegar hún féll í jörðina spörkuðu þeir í hana og börðu hana. Eftir atvikið var henni vísað úr skóla meðan hinir ungu ofbeldisseggir héldu áfram  skólagöngu eins og ekkert hefði í skorist. Seinna, þegar Ryder var orðin fræg Hollywood-stjarna, gekk einn ofbeldismannanna að henni á kaffihúsi og bað hana um eiginhandaráritun. Hún spurði hann hvort hann myndi eftir að hafa gengið í skrokk á skólasystur sinni á árum áður. Hann sagði að sig rámaði í það. „Þetta var ég, farðu til fjandans,“ sagði Ryder.
Winona Ryder Winona Ryder varð fyrir grófu ofbeldi í skóla. Nokkrir skólafélagar hennar réðust á hana, slógu höfði hennar við dyr og þegar hún féll í jörðina spörkuðu þeir í hana og börðu hana. Eftir atvikið var henni vísað úr skóla meðan hinir ungu ofbeldisseggir héldu áfram skólagöngu eins og ekkert hefði í skorist. Seinna, þegar Ryder var orðin fræg Hollywood-stjarna, gekk einn ofbeldismannanna að henni á kaffihúsi og bað hana um eiginhandaráritun. Hún spurði hann hvort hann myndi eftir að hafa gengið í skrokk á skólasystur sinni á árum áður. Hann sagði að sig rámaði í það. „Þetta var ég, farðu til fjandans,“ sagði Ryder.

Mynd:

Móðir Söndru Bullock var óperusöngkona og tók dóttur sína með sér í ferðalög til Evrópu. Þegar Bullock sneri aftur í skólann í Bandaríkjunum var henni miskunnarlaust strítt vegna klæðnaðar síns, sem var mjög evrópskur. Bullock segist enn muna nöfnin á öllum þeim krökkum sem hæddu hana og lumbruðu á henni.
Sandra Bullock Móðir Söndru Bullock var óperusöngkona og tók dóttur sína með sér í ferðalög til Evrópu. Þegar Bullock sneri aftur í skólann í Bandaríkjunum var henni miskunnarlaust strítt vegna klæðnaðar síns, sem var mjög evrópskur. Bullock segist enn muna nöfnin á öllum þeim krökkum sem hæddu hana og lumbruðu á henni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“