fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Alinn upp á fótboltamyndum og kínverskum kommúnistaáróðri

Halldór Baldursson ræðir um skopteikningar, pólitíska rétthugsun, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Konung flónanna

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 4. desember 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir Íslendingar kannast við pólitískar skopteikningar Halldórs Baldurssonar. Í rúman áratug hefur spéspegill hans birst daglega í nokkrum stærstu dagblöðum landsins og gefið þjóðinni færi á að hlæja að sjálfri sér og ráðamönnum á einhverjum mestu ólgutímum í sögu lýðveldisins.

Það þekkja færri manninn á bak við myndirnar, hinn lágmælta og glottandi skopmyndateiknara sem er alinn upp á fótboltamyndum og kínverskum kommúnistaáróðri, sem trúir á bernskan boðskap barnaævintýra en hefur lúmskt gaman af gamaldags karlrembugríni.

DV hitti Halldór og spjallaði um skopteikningar, pólitíska rétthugsun, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Konung flónanna – nýútkomið skopmyndasafn hans.

Mao-tse Tung og fótboltamyndir

Halldór Baldursson er fæddur árið 1965 og alinn upp í smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sonur kennaranna Baldurs Ragnarssonar og Þóreyjar Kolbeinsdóttur. Hann var síteiknandi sem barn og fékk sína helstu útrás á teikniblöðunum, en hann tætti í sig heilu bunkana af ljósritunarpappír. „Ég held að flestir teiknarar hafi verið „intróvert“ krakkar, sem tóku ekki mikinn þátt í skrípalátunum úti en fengu útrásina inni að teikna. Ég var þannig,“ segir Halldór og bætir við að helstu viðfangsefnin hafi verið stríð og fótbolti – og hafi það bætt upp fyrir litla íþróttahæfileika.

Snemma fann hann að hægt var að fá athygli og öðlast virðingu með teikningunum. Fyrsta skiptið sem styr stóð um mynd eftir hann var strax í barnaskóla þegar hann hafði teiknað mynd af blindfullum presti. Teikningin vakti mikla kátínu samnemenda en kennarinn neitaði að hengja hana upp á vegg í kennslustofunni. „Ég man eftir „kikkinu“ sem ég fékk úr því að skemmtilegheitin sigruðu þetta leiðinlega, að ég hafi þorað að segja eitthvað og sett málfrelsið á stall.“

Halldór stundaði nám á myndlistarbraut FB og stefndi á að verða arkitekt en fann fljótlega að hönnunin átti ekki við sig og fór í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans. Þegar hann stundaði þar nám á seinni hluta níunda áratugarins var hann byrjaður að teikna fyrir auglýsingastofu og skreyta ýmsar kennslu- og barnabækur. Í MHÍ kynntist hann líka félögum sem áttu síðar eftir að stofna myndasögutímaritið GISP! sem lifir enn 27 árum síðar – þótt það hafi ekki komið út í nema ellefu eintökum í gegnum tíðina.

„Ég fór fyrst í skopmyndirnar eftir að Viðskiptablaðið var stofnað 1994. Þá var ég fenginn í að myndskreyta en var fljótlega beðinn um að vera með pólitískt grín. Ég hafði reyndar haft áhuga á því lengi og man eftir að hafa farið inn á DV einhverjum árum áður, hitt Jónas Kristjánsson og reynt að fá vinnu. Hann sagði að ég væri ekki tilbúinn, ég held að það hafi verið rétt hjá honum.“

Þú hefir þá líklega haft mikinn áhuga á pólitík, þar sem þú sóttist eftir þessu starfi, eða hvað?

„Já, það var mikið rætt um pólitík á heimilinu þegar ég var að alast upp. Systkini mín voru miklir kommúnistar og hugsjónafólk. Ég er því alinn upp í mikilli pólitískri innrætingu, fékk Mao Tse-Tung-áróður og fleira frá bróður mínum. Maður lærði samt fljótt að ástunda gagnrýna hugsun og innrætingin fór þannig í mig að ég fór bara að vinna fyrir Viðskiptablaðið – óvininn mikla,“ segir Halldór og glottir prakkaralega.

Aðspurður segist hann hafa sveiflast um miðjuásinn í pólitík í gegnum tíðina, en það fylgi þó starfinu að vera alltaf í andstöðu, að gera mest grín að hinum valdamestu. „Það er verkefnið. Forsætisráðherrann verður alltaf aðalpersónan.“

Mynd: Halldór Baldursson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið