fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

10 ára stúlka með einhverfu heillar heimsbyggðina með dásamlegum söng

Söng lagið Hallelujah sem Leonard Cohen heitinn gerði ódauðlegt

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 25. desember 2016 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaylee Rodgers, tíu ára stúlka á Norður-Írlandi, hefur vakið heimsathygli fyrir frábæran flutning á laginu Hallelujah sem Leonard Cohen heitinn gerði ódauðlegt á sínum tíma.

Kaylee er með einhverfu og athyglisbrest en í frétt Mashable, sem fjallar um málið, kemur fram að söngur hafi hjálpað Kaylee að öðlast meira sjálfstraust og sjálfsöryggi.

Myndbandið var tekið á kórtónleikum í skóla hennar nú skömmu fyrir jól og á því sést Kaylee leiða flutninginn á laginu á meðan kórfélagar hennar syngja bakraddir.

Þegar þetta er skrifað hafa um 2,5 milljónir horft á myndbandið á Facebook og aðdáun fólks leynir sér ekki. „Leonard Cohen hefði elskað þetta,“ sagði til að mynda einn í athugasemd sinni og fleiri taka í svipaðan streng. Og skólastjóri Killard House-skólans, þeim sama og Kaylee stundar nám við, er ánægður.

„Fyrir einhvern sem talaði ekki og gat ekki lesið fyrir samnemendur sína þegar hún kom hingað, þá er það ekkert annað en stórkostlegt að sjá hana syngja fyrir framan fullan sal af fólki. Hún hefur lagt mikið á sig til að komast á þennan stað,“ segir Colin Millar skólastjóri í samtali við UTV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“