fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

„Við stóðum yfir klósettinu eins og litlir guttar og pissuðum í kross og við pissuðum báðir blóði“

Ég sagði: „Jón, er ekki kominn tími til að hætta þessu? Komdu með mér á Grundarfjörð. Við erum að deyja hérna“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 21. desember 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum að kveðja vin okkar og þurftum síðan báðir að fara á klósettið á sama tíma. Við stóðum yfir klósettinu eins og litlir guttar og pissuðum í kross og við pissuðum báðir blóði. Við horfðum á hvor annan. Ég sagði: „Jón, er ekki kominn tími til að hætta þessu? Komdu með mér á Grundarfjörð. Við erum að deyja hérna“.“

Þetta segir Gilbert Grétar Sigurðsson í viðtali í þriðjudagsblaði DV um aðdraganda þess að hann og góðvinur hans, Jón Hilmar Hallgrímsson heitinn, Jón stóri, fóru saman í meðferð.

Í viðtalinu ræðir Gilbert meðal annars um deilur hans og Hilmars Leifssonar, uppvöxtinn á Grundarfirði og neysluna. Gilbert fór fyrst í meðferð árið 2008 þar sem hann leitaði sér aðstoðar erlendis. Þá rifjar Gilbert upp atvik sem varð til þess að hann og Jón stóri ákváðu að fara saman í meðferð. Hér að neðan birtist sá hluti viðtalsins. Hér má svo lesa viðtalið í heild sinni.


Meðferð

Árið 2008 skráði Gilbert sig í meðferð og leitaði sér aðstoðar erlendis. Til þess notaði hann sína síðustu fjármuni. „Ég var eignamikill í fasteignum þegar þetta var og notaði síðustu þrjár milljónirnar sem ég átti til að fara í meðferð. Ég sá ekki eftir þeim peningum. Ég vissi að ef ég fjárfesti í edrúmennsku myndi ég ná þessum aurum til baka. Á þessum tíma var ég búinn að vera í dagneyslu í meira en ár á áfengi og kókaíni. Í þannig neyslu endar maður í undirheimunum án þess endilega að gera sér grein fyrir því að þetta séu undirheimar. Ég varð vitni að ljótum hlutum og ég var enginn engill sjálfur. Ég taldi að ef ég myndi fara í dýrustu og flottustu meðferðina yrði ég sjálfkrafa edrú. En ég tók aldrei sporin og ég var edrú í átta mánuði.“

Þá tók aftur við dagneysla í tvö ár til ársins 2011. Líkaminn var að gefa upp öndina. Gilbert sat dag einn á móti lækni sem sagði að hann myndi ekki lifa af ef hann tæki ekki á sínum málum.

„Ég ældi og pissaði blóði í marga mánuði og var með blæðandi magasár. Líkaminn var allur í bólgum að innan og ég geymdi brúsa af landa á náttborðinu til að drekka óblandaðan til að koma í veg fyrir að ég færi í krampa á morgnana. Það er alþekkt að fólk getur dáið í þessum krömpum.“

Í ágúst árið 2011 tók Gilbert ákvörðun. Hann hafði ekki prófað sporin eða farið í gegnum þau ásamt trúnaðarmanni. Hann hélt til Grundarfjarðar þar sem hann var trappaður niður af lækni sem er í fjölskyldu hans. Í þrjá mánuði vann læknirinn í að gefa honum lyf gegn fráhvörfum.

„Þarna kom eitthvað yfir mig og ég uppgötvaði að ég vildi lifa lengur.“

Gilbert fékk sér trúnaðarmann sem búsettur var í Ólafsvík. „Það var kærleiksglampi í augum hans. Mig langaði í þennan glampa,“ segir Gilbert.

„Áður en ég vissi af vorum við farnir að taka sporin saman og ég játaði mig sigraðan. Ég hafði ekki lengur stjórn á mínu lífi. Það var fyrsta sporið. Ég var viss um að það væri til máttur mér æðri og ég tók hann inn í líf mitt. Þannig hélt ég áfram að taka sporin. Þarna byrjaði mitt bataferli. Ég var edrú í 18 mánuði.“

Fimm daga fall

„Það gengur bara mjög vel hjá mér, mér hefur ekki liðið betur í mörg ár. Ég var búinn að reyna að verða edrú í tvö ár. Mér bauðst síðan að fara til Grundarfjarðar til vinar míns sem hjálpaði mér í gegnum þetta. Það skiptir rosamiklu máli að komast út úr borginni, losna við áreitið og komast í kyrrðina úti á landi,“ sagði Jón stóri í samtali við DV.
Gilbert hjálpaði Jóni „Það gengur bara mjög vel hjá mér, mér hefur ekki liðið betur í mörg ár. Ég var búinn að reyna að verða edrú í tvö ár. Mér bauðst síðan að fara til Grundarfjarðar til vinar míns sem hjálpaði mér í gegnum þetta. Það skiptir rosamiklu máli að komast út úr borginni, losna við áreitið og komast í kyrrðina úti á landi,“ sagði Jón stóri í samtali við DV.

Mynd: Mynd 365

Í mars 2013 féll Gilbert aftur. Þá tók við fimm daga neysla á öllum þeim fíkniefnum sem hann komst yfir.

„Ég ákvað þegar ég tók fyrsta sopann sem leiddi til þessa fimm daga túrs að ég ætlaði keyra mig í klessu í eitt skipti og fara svo aftur til baka. Ég hringdi í Jón stóra, vin minn, sem ég hafði ekki heyrt í í mörg ár en við höfðum alltaf vitað af vináttu hvor annars.“

Næstu daga var drukkið og dópað stíft og slegið upp partíi.

„Ég byrjaði strax að pissa og æla blóði. Þrátt fyrir góðan edrútíma var líkaminn ekki búinn að jafna sig.“

Gilbert var ákveðinn í að hætta aftur og reyndi að sannfæra Jón stóra um að koma með sér til Grundarfjarðar. Jón var tregur til að byrja með.

„Við vorum að kveðja vin okkar og þurftum síðan báðir að fara á klósettið á sama tíma. Við stóðum yfir klósettinu eins og litlir guttar og pissuðum í kross og við pissuðum báðir blóði. Við horfðum á hvor annan. Ég sagði: „Jón, er ekki kominn tími til að hætta þessu? Komdu með mér á Grundarfjörð. Við erum að deyja hérna“.“

Margir syrgðu Jón stóra. Gilbert tók þátt í að bera kistu vinar síns.
Jarðarför Margir syrgðu Jón stóra. Gilbert tók þátt í að bera kistu vinar síns.

Ég lét hann vita að það biði eftir okkur læknir á Grundarfirði sem myndi trappa okkur niður. Að lokum fórum við til Grundarfjarðar og vorum þar í sjö vikur. Hann vann í sporunum og tók þau öll. Að sjá hann blómstra og ná bata flýtti fyrir mínum bata. Hann hafði verið á kafi í neyslu í 12 ár.“

Sjá einnig: Jón stóri: „Mér hefur ekki liðið betur í mörg ár“

Jón stóri náði að vera edrú í þrjá mánuði, þá féll hann en náði sér svo aftur á strik. Hann lést svo skömmu eftir annað fall.

„Ég bar hann í gröfina. Þessi tími er mér rosalega dýrmætur. Þarna sá ég hvað er gott að gefa af sér. Mig langaði að hjálpa honum og hann tók við hjálpinni og ég gaf honum það sem mér hafði verið gefið. Ég tel að hann hafi farið í gröfina sáttur við Guð og menn. Þá var dýrmætt fyrir fjölskyldu hans að sjá hann edrú eftir öll þessi ár og ná tengslum við fjölskylduna aftur.“

Sjá einnig: Mamma Jóns stóra segist hugga sig við að hann var edrú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“