Blaðamaðurinn góðkunni Svavar Hávarðsson er öllum mönnum sniðugri á Facebook. Hann gerir sjálfhverfu kvenna að umræðuefni í vinsælli stöðuuppfærslu á samfélagsmiðlinum. Þar greinir hann frá því að hann hafi beðið konu sína að sækja lax í reykhús. Hún hafi svarað því til að það gæti hann sjálfur gert. Svavar skrifar af þessu tilefni: „Þetta fær maður í andlitið eftir að hafa staðið klukkustundum saman við sex eða sjö laxveiðiár í sumar, í alls konar veðri, við að tryggja henni jólalax. Það virðist sem hún beri litla sem enga virðingu fyrir þeirri vinnu sem ég lagði í þetta.“