fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Halldór upplifir sig ekki aðþrengdan þó hann fái ekki að teikna túttumyndir

Halldór Baldursson ræðir um skopteikningar, pólitíska rétthugsun, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Konung flónanna

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 2. desember 2016 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir Íslendingar kannast við pólitískar skopteikningar Halldórs Baldurssonar. Í rúman áratug hefur spéspegill hans birst daglega í nokkrum stærstu dagblöðum landsins og gefið þjóðinni færi á að hlæja að sjálfri sér og ráðamönnum á einhverjum mestu ólgutímum í sögu lýðveldisins.

Það þekkja færri manninn á bak við myndirnar, hinn lágmælta og glottandi skopmyndateiknara sem er alinn upp á fótboltamyndum og kínverskum kommúnistaáróðri, sem trúir á bernskan boðskap barnaævintýra en hefur lúmskt gaman af gamaldags karlrembugríni.

DV hitti Halldór og spjallaði um skopteikningar, pólitíska rétthugsun, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Konung flónanna – nýútkomið skopmyndasafn hans.

Túttumyndir og rétttrúnaður

„Pólitíska skopmyndin er að vissu leyti íhaldssamt fag í myndheiminum. Jafnvel þegar maður skoðar myndir frá því um 1900 getur maður lesið vel í pólitík þess tíma. Húmorinn hefur ekki breyst það mikið, og leiðin til að segja skoðun sína hefur ekki breyst mikið. Það þarf alltaf að vera einhver greining eða boðskapur, þú getur sett þetta fram með kaldhæðni, líkingum, merkingum, og tilvísunum í sögu, menningu, blandað saman ólíkum hlutum og látið undirliggjandi sannleika koma fram á kaldhæðinn hátt. Listin hefur farið í gegnum mikinn rússíbana síðustu tvö hundruð árin – í gegnum módernisma, póstmódernisma, myndasögur orðið æ skrýtnari, tónlistin farið í allar áttir, Björk komin í 3D og svo framvegis – en samt er pólitíska skopmyndin nánast eins og hún var fyrir 200 árum. Kannski þykir þetta ekki fínt, en mér finnst virðingarvert að hún nái að vera þessi hornsteinn í menningunni. Hún hefur verið ferskur andblær inn í dagblöðin og ég held að hún hafi ekki breyst af því að hún virkar. Kannski breytist fólk bara ekki jafn mikið og heimurinn.“

Nú hefur verið talað um að samtíminn sé sérstaklega hneykslunargjarn og minna umburðarlyndi sé gagnvart gríni – sem sést jafnt í árásum öfgamanna á gríntímaritið Charlie Hebdo og svo umræðum um pólitískan rétttrúnað. Er þetta eitthvað sem þú finnur fyrir?

„Ég fæ þetta stundum á tilfinninguna … Það er oft erfitt að gagnrýna á hátt sem er ekki of kaldhæðinn eða særir vitund almennings. Án þess að ætla að verða einhver Jakob Bjarnar og bölva „góða fólkinu,“ þá er horfið ákveðið „naughtiness“ sem var áberandi á síðustu öld. Þá var til dæmis gert mikið grín að hlutskipti kynjanna og oft dálítið kynferðislegir undirtónar. Þetta var það sem var byrjað að fara í taugarnar á mörgum við Sigmund síðust árin hans á Morgunblaðinu. Hann var bara af ákveðinni kynslóð en smám saman átti þetta ekki lengur við: berbrjósta Hillary í mannætupotti – það virkaði bara ekki lengur. Ég verð samt að viðurkenna að það er einhver strengur í mér sem fílar svona brandara og ég velti því stundum fyrir mér af hverju við erum svona rosalega viðkvæm. Tútturnar á Hillary eru ekki svona mikið mál – þær eru jú þarna einhvers staðar. Ég upplifi mig samt ekki sem eitthvað aðþrengdan í starfinu þó að ég fái ekki að teikna túttumyndir. Það hafa eflaust opnast einhverjar aðrar gáttir í staðinn sem ekki stóðu opnar áður.“

Mynd: Halldór Baldursson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir