Jólin eru tími kærleikar og friðar og það fékk ungur viðskiptavinur raftækjakeðjunnar Best Buy að kynnast á dögunum.
Ungi maðurinn hafði vanið komu sína í verslun Best Buy á Long Island í Bandaríkjunum þar sem hann settist niður og spilaði leiki á Nintento Wii-leikjatölvu sem er í versluninni. Þetta gerði maðurinn nánast daglega svo starfsmönnum þótti augljóst að hann ætti ekki slíka leikjatölvu.
Starfsmenn verslunarinnar tóku sig til og keyptu Nintendo-leikjatölvu fyrir manninn, sem líklega er um tvítugt, og afhentu honum á dögunum. Óhætt er að segja að hann hafi verið ánægður þó gjörningurinn hafi komið honum í opna skjöldu.
Myndband af góðverkinu má sjá hér að neðan:
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=hs0RIQEEg0k&w=560&h=315]