fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fókus

Einstök vinátta Þórðar Braga og folaldsins Köggs: Myndband sem bræðir alla

Auður Ösp
Miðvikudaginn 14. desember 2016 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Folaldið Köggur kom í heiminn á bænum Ríp í Hegranesi fyrir tveimur vikum. Hann hefur tekið sérstöku ástfóstri við einn af íbúum bæjarins, hinn fjögurra gamla Þórð Braga en sögn móður Þórðar, Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur er óborganlegt að fylgjast með þeim félögum leika sér saman, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Í samtali við blaðamann DV segir Sigurlína að fæðing Köggs hafi verið óvænt, og þurfti því að hafa hraðar hendur við að koma hryssunni og hinu nýfædda folaldi inn í hús. Þar eru þau saman í stíu.

„Þórður Bragi fékk síðan að sjá folaldið nýfædda og eftir það hafa þeir orðið sífellt forvitnari um hvorn annan. Hann hefur komið með okkur í hesthúsið þar sem við höfum leyft Köggi að koma fram á gang og þar hafa þeir leikið sér saman og farið í eltingaleiki,“ segir Sigurlína og bætir við að það sé ávallt mikið fjör þegar vinirnir tveir koma saman.

„Það er eins og Köggur sæki sérstalega mikið í Þórð Braga. Hann eltir hann mikið frekar en okkur,“ segir Sigurlína þvínæst en meðfylgjandi myndskeið var tekið af þeim félögum í hesthúsinu í gær. „Það var æðislegt að sjá Þórð Braga klappa honum af því að þá hristi Köggur alltaf taglið á sér.“

Þórður Bragi valdi sjálfur nafnið á nýja vin sinn, en það kemur úr teiknimyndunum vinsælu um Hvolpasveitina. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim, og gaman fyrir þá líka að hafa félagsskap af hvor öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“