Leikkonan Saga Garðarsdóttir virðist klár í bátana ef einhver kvikmyndagerðarmaður stekkur á þá fínu hugmynd að gera bíómynd um crossfit-afrekskonuna Annie Mist Þórisdóttur. Saga upplýsir á Twitter-síðu sinni að hún þyrfti þó smá fyrirvara til að koma sér sama yfirnáttúrulega formið og valkyrjan valinkunna.
„Annie Mist verður að afreka eitthvað brjálæðislegt sem fyrst svo að það verði gerð bíómynd um hana og ég geti byrjað að bulka mig upp!“ skrifar Saga og vafalaust hafa leikstjórar landsins stokkið að teikniborðum sínum til að útfæra hugmyndina.