fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Affleck besti leikarinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 4. desember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

National Board of Review í Bandaríkjunum veitti nýlega kvikmyndaverðlaun sín. Kvikmyndin Manchester by the Sea var valin besta myndin en leikstjóri hennar er Kenneth Lonergan. Leikarinn Casey Affleck var valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í myndinni. Myndin hlaut tvenn önnur verðlaun, fyrir handrit og Lucas Hedges fékk verðlaun fyrir aukahlutverk í myndinni. Manchester by the Sea segir frá manni sem missir bróður sinn og tekur að sér unglingsson hans.

Barry Jenkins var valinn besti leikstjórinn fyrir Moonlight og Naomie Harris besta aukaleikkonan. Moonlight fjallar um samkynhneigðan svartan dreng sem elst upp í fátækt í Miami. Myndin sópaði til sín verðlaunum á Gotham Independent kvikmyndahátíðinni sem haldin var nýlega. Amy Adams var valin besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í vísindatryllinum Arrival.

Verðlaun National Board of Review þykja oft gefa vísbendingu um tilnefningar til Óskarsverðlauna. Casey Affleck, sem er bróðir Ben Affleck, þykir einmitt líklegur til að hreppa tilnefningu og hið sama má segja um aðstandendur Moonlight.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“