fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Orðlaus Dylan

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 6. nóvember 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska Nóbelsakademían átti í mestu vandræðum með að hafa uppi á Bob Dylan eftir að tilkynnt var að hann hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels. Margir töldu að Dylan stæði nákvæmlega á sama um valið og hefði ekki áhuga á að þiggja verðlaunin. Svo er þó ekki því Dylan hafði á dögunum samband við ritara nefndarinnar og sagðist hafa orðið orðlaus þegar hann frétti að verðlaunin féllu sér í skaut. Hann sagðist vitaskuld þiggja verðlaunin og hann kynni sannarlega að meta þennan mikla heiður. Í viðtali við Telegraph sagðist Dylan endilega vilja mæta á verðlaunaveitinguna 10. desember, ef hann mögulega kæmist. Dylan er mjög sérsinna og því ómögulegt að giska á hvort hann muni mæta. En þar sem hann er þakklátur fyrir Nóbelinn þá er spurning hvað sé brýnna á dagskrá hans en að bregða sér til Stokkhólms og taka við verðlaununum úr hendi Svíakonungs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman