fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

VG og Sjálfstæðisflokkur eins og svart og hvítt

Reynir fyrst á loforðið um að reyna að mynda félagshyggjustjórn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. nóvember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umróti eftirhrunsáranna varð hér á landi mikil vakning í pólitískri þátttöku. Fjöldi fólks sem fram til þess hafði ekki látið sér til hugar koma að skipta sér af stjórnmálum reis upp frá eldhúsborðum hér og þar og ákvað að láta til sín taka. Ný stjórnmálasamtök voru stofnuð, sum hver hafa þegar lognast út af, og framboðið varð töluvert meira en eftirspurnin, ef svo má að orði komast. Í huga margra virtist það vera ákveðinn gæðastimpill að hafa aldrei komið nálægt pólitík áður, að ganga beint inn í framboð eða í flokksstarf, hvítþveginn og án allra fyrri pólitískra synda. En ekkert af þessu á við um elsta þingmanninn sem náði kjöri á Alþingi í síðustu þingkosningum, Ara Trausta Guðmundsson.

-Erfiðar stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer nú með stjórnarmyndunarumboðið. Hún hefur marglýst því yfir að hún vilji mynda fjölflokkastjórn frá miðju yfir til vinstri. Þrátt fyrir það hafa borist ítrekaðar meldingar frá Sjálfstæðisflokki um vilja til að starfa með Vinstri grænum. Myndir þú útiloka slíkt samstarf?
„Ég útiloka enga samvinnu stjórnmálaflokka fyrirfram. Ég segi þó ekki að ég myndi aldrei gera það, til dæmis ef hér væri brúnn flokkur, öfgasinnaður þjóðernisflokkur. En ekki dugar í landsmálapólitík, þegar á að mynda ríkisstjórn, að finna bara nokkur mál þar sem er snertiflötur. Þau þurfa að vera miklu fleiri og þar verða að vera grunnatriði. Það er ekki nóg að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur séu sammála í, til dæmis Evrópusambandsmálum, það er bara eitt af mörgum málum. Þegar kemur að því að endurúthluta auðæfum, segjum með skattkerfinu, og dreifa gæðunum erum við eins og svart og hvítt, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur. Það má vel vera að hægt sé að ná nothæfu samkomulagi til stjórnarmyndunar, ég veit það ekki. En að halda að þótt einhverjir snertifletir séu þarna á milli, þá dugi þeir án víðra málefnaviðræðna til að mynda ríkisstjórn – það er ekki rétt. Nú reynir fyrst á loforðið um að reyna að mynda félagshyggjustjórn. Gangi það ekki eftir segir maður bara eins og danskurinn: Den tid, den sorg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið