Þúsaldarkynslóðin hefur mikinn áhuga á Íslandi
Þú lifir aðeins einu sinni er orðasamband sem fjölmargir einstaklingar af þúsaldarkynslóðinni svokölluðu hafa tamið sér. Ferðalög eru fastur liður í lífi þessarar kynslóðar sem hafa ferðast á staði sem eldri kynslóðir létu sig ekki einu sinni dreyma um að heimsækja.
Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar þar sem 5000 einstaklingar á aldrinum 18 til 25 ára svöruðu hinum ýmsu spurningum. Þar á meðal hvaða áfangastaði þessi hópur myndi helst vilja heimsækja.
Ferðaskrifstofan Contiki, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir ungt fólk, birti lista upp úr niðurstöðunum sem er kallaður „Engin eftirsjá.“
Vinsælasti áfangastaðurinn á listanum, sem sá staður sem flesta dreymir um að heimsækja og eða upplifa, er Bláa lónið á Íslandi.
Á listanum má einnig finna pýramídana í Giza, Kínamúrinn og næturlífið í Las Vegas svo eitthvað sé nefnt. Það má því segja að Íslands sé algjörlega búið að slá í gegn í þessum stóra hópi.
Hér má svo sjá listann yfir þá 20 áfangastaði og eða upplifanir sem fólk af þúsaldarkynslóðinni dreymir um að heimsækja og eða framkvæma.
1 Að baða sig í Bláa lóninu
2 Sjá pýramídana í Giza
3 Ganga á Kínamúrnum
4 Slaka á á Byron Bay strandlengjunni í Ástralíu
5 Læra hvernig á að baka alvöru ítalska pizzu
6 Keyra Route 66 þvert yfir Bandaríkin
7 Sigla um í Feneyjum á gondóla
8 Kyssa Eiffel turninn.
9 Horfa á sjávarskjaldbökur verpa eggjum í sandinn á Kosta Ríka
10 Fara í lautarferð í franskri sveit
11 Djamma í Las Vegas
12 Heimsækja Yosmite þjóðgarðinn í ??
13 Horfa á sólin rísa yfir Uluru í Ástralíu
14 Snorka í Great Barrier kóralrifinu
15 Sjá Monu Lisu
16 Prófa allar bragðtegundir af ítölskum Gelato í Róm
17 Sjá Miklagljúfur úr þyrlu
18 Knúsa kóalabjörn í Queensland
19 Ferðast um frumskóginn í Kosta Ríka
20 Hjóla í Amsterdam