fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Þessi mynd gæti komið Justin Timberlake í klandur

Stranglega bannað að taka myndir á kjörstöðum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. október 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Justin Timberlake er búinn að greiða atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Timberlake greiddi atkvæði í heimabæ sínum í Tennessee á mánudag og birti mynd af sér á Instagram þar sem hann sést fyrir framan kosningavélina á kjörstað.

Þessi tiltekna myndataka gæti hinsvegar komið Timberlake í klandur. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru í Tennessee á síðasta ári er stranglega bannað að taka myndir eða myndbönd á kjörstöðum. Þeir sem gerast brotlegir gegn þessum geta átt von á að verða sóttir til saka og eru viðurlögin 30 daga fangelsi eða sekt sem nemur 50 Bandaríkjadölum, rúmum 5.700 krónum.

TMZ greinir frá því að sakskóknaraembættið í Memphis sé með málið til skoðunar. Svo gæti farið að Justin verði sá fyrsti sem sóttur er til saka í ríkinu samkvæmt þessum nýju lögum. Timberlake er búsettur í Los Angeles en er á kjörskrá í Memphis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman