fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Benigni í Hvíta húsinu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 25. október 2016 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski leikstjórinn og leikarinn Roberto Benigni fer fögrum orðum um Barack Obama eftir heimsókn í Hvíta húsið þar sem hann sat hann kvöldverð ásamt nokkrum öðrum þekktum Ítölum. Benigni er leikstjóri hinnar þekktu kvikmyndar La vite e bella, en hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni, sem var einnig valin besta erlenda mynd ársins. Benigni segir að Obama hafi í ræðu í Hvíta húsinu lýst yfir hrifningu sinni á myndinni. Hann segir einnig að hann muni aldrei gleyma því þegar Obama gekk til hans og faðmaði hann. „Obama forseti er einn merkilegasti persónuleiki okkar tíma og það sama má segja um Michelle. Enginn annar forseti kemur í staðinn fyrir hann,“ sagði Benigni.

Benigni hefur ekki leikstýrt kvikmynd í ellefu ár og þær myndir sem hann gerði á eftir La vite e bella hlutu engar sérstakar viðtökur. Síðustu tíu árin hefur hann aðallega komið fram á sviði og í sjónvarpi. Hann er að skrifa handrit að gamanmynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman