Í síðasta mánuði sat George Clooney ráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum um flóttamannavandann og ræddi við Barack Obama. Eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal, var að sjálfsögðu einnig viðstödd. Hjónin keyptu sér nýlega glæsiíbúð sem er í nágrenni við byggingu Sameinuðu þjóðanna.
Nú er Clooney sestur í leikstjórastól og leikstýrir myndinni Suburbicon. Cohen-bræðurnir, Joel og Ethan, eru handritshöfundar myndarinnar og framleiðendur ásamt Clooney. Í aðalhlutverkum eru Julianna Moore, Matt Damon, Josh Brolin og Oscar Isaac. Myndin gerist í rólegum og litlum bæ í Bandaríkjunum á sjötta áratugi síðustu aldar. Ofur venjuleg fjölskylda sýnir á sér nýja og óvænta hlið þegar hún beitir fjárkúgun. Frumsýning er áætluð á næsta ári.
Clooney hefur nokkrum sinnum unnið með Cohen-bræðrum sem eru vinir hans, síðast í myndinni Hail Caesar.