Borgarstjóranum, flaggskipi vetrardagskrár Stöðvar 2 var ýtt úr vör í gær. Þátturinn er úr smiðju Jóns Gnarrs sem leikur titilhlutverkið, sjálfan borgarstjórann. Óhætt er að segja að Jón Gnarr þekki hlutverkið vel enda gegndi hann embættinu í raunheimum heilt kjörtímabil. Hann hefur sagt opinberlega að hann hafi sótt innblástur frá þessari reynslu sinni þegar handritið var skrifað en þó er forðast að hjóla í ákveðna flokka. Aðeins er talað um meirihluta og minnihluta borgarstjórnar.
Í helstu hlutverkum auk Jóns eru Pétur Jóhann Sigfússon, sem leikur útsmoginn aðstoðarmanns Jóns. Helga Braga Jónsdóttir leikur oddvita minnihlutans, Þorsteinn Guðmundsson formann borgarráðs og Benedikt Erlingsson sem leikur innanríkisráðherra.
Eins og vant er við stóra íslenska sjónvarpsviðburði þá var mikið fjör á Twitter á meðan sýningu þáttarins stóð og sýndist sitt hverjum.
Til lukku með Borgarstjórann @Jon_Gnarr og allir sem komu að þáttunum. Lítur mjög vel út, get ekki beðið eftir að sjá meira. #Borgarstjórinn
— Steindi jR (@SteindiJR) October 16, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Borgarstjórinn lofar góðu. Frábær byrjun. Pétur Jóhann. Maður minn. Gullmoli. Reyndar þekkt stærð.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) October 16, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
er greinilega með lélegan húmor, #borgarstjórinn hefur ekki einu sinni komið mér til að lyfta öðru munnvikinu
— Anna Olafsdottir (@annaolafs) October 16, 2016
//platform.twitter.com/widgets.js
Fer hægt af stað. Verð að viðurkenna að ég hló ekkert. Bændablaðið og bjúgu með uppstúf ágætt dæmi. Annars hægt og hljótt. #borgarstjórinn
— Gunnar Óli Dagmarars (@goliverkahn) October 16, 2016