fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Leigusali fór fram á aukagjald því fleiri en einn deildu íbúð

„Staða mín í dag er ekki góð og ég get ekki komið fótunum almennilega undir mig á meðan ég er húsnæðislaus“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 8. október 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki búin að ákveða hvar ég gisti í nótt. Ég skipti nóttunum á milli heimila tveggja vinkvenna minna og móður minnar. Svona hefur lífið verið undanfarnar vikur og það er hræðileg tilfinning. Öryggisleysið veldur mér mikilli vanlíðan. Ég reyni að bera mig vel en ég er nokkuð viss um að dóttir mín skynjar ástandið. Sem betur fer er hún glöð og hress að eðlisfari. En það nístir inn að beini að geta ekki veitt henni heimili, ekki einu sinni sitt eigið rúm,“ segir Sylvana Sylvíudóttir. Hún er 22 ára gömul, einstæð móðir sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði fyrir sig og Anastasíu Rós, þrettán mánaða gamla dóttur sína, bróðurpart ársins.

Sylvana er í helgarviðtali DV þar sem hún lýsir aðstæðum sínum og hversu erfiðlega gengur að finna húsnæði á íslenskum leigumarkaði. Hér má lesa brot úr viðtalinu:

Óíbúðarhæf stúdíóbúð

Hin unga móðir dvaldist á spítalanum yfir nótt og safnaði kröftum. Hún var fljót að braggast. Þegar Sylvana hafði jafnað sig eftir flogkastið hófst íbúðarleit hennar á fullu. Hún varð að yfirgefa herbergið í iðnaðarhúsnæðinu hið fyrsta. „Eftir mikla leit fann ég loks litla stúdíóíbúð í Fossvogi og skrifaði undir leigusamning. Við fluttum inn í byrjun ágúst. Það var var mikill léttir og ég hlakkaði til þess að byggja upp líf okkar í örygginu sem eigið heimili veitti okkur,“ segir Sylvana. Bættar aðstæður mæðgnanna urðu til þess að máli hennar hjá barnavernd var lokað og áhyggjurnar virtust vera að baki.

Gleðin var skammvinn. Fljótlega fór að bera á veikindum hjá mæðgunum. „Við vorum alltaf slappar og með flensueinkenni. Anastasía Rós fékk í eyrun og fljótlega fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu.“ Hún hringdi í Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sem kom á vettvang. Úrskurður stofnunarinnar var sá að íbúðin væri óíbúðarhæf. „Það reyndist vera sprunga á útvegg sem gerði að verkum að raki myndaðist inni í íbúðinni. Myglusveppurinn er fljótur að myndast við slíkar aðstæður. Eigandinn hafði ekki hugmynd um þetta ástand og því kenni ég honum alls ekki um,“ segir hún. Mæðgurnar urðu að yfirgefa íbúðina í september. Skömmu áður hafði Anastasía Rós hafið leikskólagöngu sína í ungabarnaleikskóla í Grafarvogi. Í tæpan mánuð hafa mæðgurnar því ekki átt fastan samastað og gist til skiptis hjá vinkonum Sylvönu og móður hennar.

Leigusalinn krafðist aukagjalds

„Ég flutti inn til mömmu í nokkra daga. Hún leigir litla íbúð í Breiðholti og þar er lítið pláss fyrir okkur Anastasíu.“ Skömmu eftir að mæðgurnar fluttu inn fór þó að bera á ósanngjörnum kröfum leigusala móðurinnar. „Eigandi íbúðarinnar fór fram á að mamma borgaði 50 þúsund krónur aukalega því fleiri deildu íbúðinni. Ef ég hefði verið út septembermánuð þá átti gjaldið að vera 100 þúsund krónur,“ segir Sylvana. Hún leitaði ráða á Facebook-síðunni „Leiga“ og óhætt er að segja að innleggið hafi vakið mikla reiði og hneykslan. „Leigusalinn gekk ansi hart fram varðandi greiðslu gjaldsins og sendi mömmu ítrekuð skilaboð. Sem betur fer þá barst okkur hjálp og vinafólk móður minnar ræddi við hann sem varð til þess að hann lét af þessari hegðun sinni,“ segir Sylvana. Uppákoman varð til þess að henni líður ekkert sérstaklega vel í íbúð móður sinnar.

Atvinnuleit óhugsandi í húsnæðisleysinu

„Staða mín í dag er ekki góð og ég get ekki komið fótunum almennilega undir mig á meðan ég er húsnæðislaus,“ segir Sylvana. Hún starfaði við afgreiðslustörf áður en hún eignaðist dóttur sína og þráir að komast aftur út á vinnumarkaðinn. „Það er fullt starf að leita sér að íbúð og ég get ekki byrjað að vinna á meðan ástandið er svona. Það leggst illa í mig því ég er ekki týpa sem hangir heima í iðjuleysi. Ég vil vinna og fara að sjá fyrir mér og dóttur minni. Ég hringi daglega í Félagsmálastofnun til þess að láta vita af mér og setja smá pressu á þau að hjálpa mér úr þessum aðstæðum. Viðkvæðið þar er alltaf hið sama – að ég eigi að halda áfram að leita að íbúð,“ segir hún.

Það gerir Sylvana svo sannarlega. Ef íbúð er auglýst til leigu sem hún hefur ráð á þá er hún ein sú fyrsta sem sendir fyrirspurn. „Framboðið er ekki mikið. Til dæmis hafa engar nýjar íbúðir verið auglýstar á vefsíðum undanfarna þrjá daga og þá get ég lítið gert annað en að bíða,“ segir hún. Aðstæðurnar hafa tekið sinn toll og í sumar fór að bera á kvíða og þunglyndi hjá Sylvönu. „Húsnæðisleysið étur mann gjörsamlega að innan. Mér leið mjög illa í sumar og leitaði mér hjálpar. Frá því í júlí hef ég verið á kvíða- og þunglyndislyfjum. Lyfin gera þessa baráttu aðeins viðráðanlegri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið