fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

„Mamma sagði mér síðar að ég hefði gleymt íslenskunni og bara talað þýsku“

Sylvana Sylvíudóttir fékk flogakast vegna álags og streitu sem viðvarandi húsnæðisleysi olli

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 8. október 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki búin að ákveða hvar ég gisti í nótt. Ég skipti nóttunum á milli heimila tveggja vinkvenna minna og móður minnar. Svona hefur lífið verið undanfarnar vikur og það er hræðileg tilfinning. Öryggisleysið veldur mér mikilli vanlíðan. Ég reyni að bera mig vel en ég er nokkuð viss um að dóttir mín skynjar ástandið. Sem betur fer er hún glöð og hress að eðlisfari. En það nístir inn að beini að geta ekki veitt henni heimili, ekki einu sinni sitt eigið rúm,“ segir Sylvana Sylvíudóttir. Hún er 22 ára gömul, einstæð móðir sem hefur verið á hrakhólum með húsnæði fyrir sig og Anastasíu Rós, þrettán mánaða gamla dóttur sína, bróðurpart ársins.

Sylvana er í helgarviðtali DV þar sem hún lýsir aðstæðum sínum og hversu erfiðlega gengur að finna húsnæði. Hér má lesa brot úr viðtalinu:

Fékk flogakast í Nettó

Álagið var gríðarlegt á Sylvönu á þessum tíma. Dóttir hennar var tíu mánaða gömul og húsnæðisvandi þeirra olli henni miklum áhyggjum. Að lokum gafst líkaminn upp. „Ég var að versla í Nettó og sem betur fer var mamma með mér. Ég man ekki eftir neinu en hún segir að ég hafi byrjað að kvarta undan ógleði og svima,“ segir Sylvana. Andartökum síðar féll hún í gólfið í krampakasti. Froða kom út um munnvik hennar og varði kastið í fjórar mínútur. „Ég var flutt upp á spítala þar sem ég var rannsökuð í bak og fyrir. Niðurstaðan var sú að um flogakast hefði verið að ræða, en ég er ekki flogaveik. Kastið mátti rekja til streitu og álags. Ég gat einfaldlega ekki meira,“ segir Sylvana.

Hún missi minnið gjörsamlega í aðdraganda kastsins og í nokkrar klukkustundir eftir áfallið. „Ég man ekkert eftir ferðinni upp á spítala né fyrstu stundunum þar. Mamma sagði mér síðar að ég hefði gleymt íslenskunni og bara talað þýsku við hana. Þegar læknarnir töluðu við mig á íslensku þá skildi ég ekki orð,“ segir Sylvana og brosir. Þrátt fyrir erfiðleikana þá sér hún húmorinn í þessum aðstæðum.

Á að passa sig á álagi og streitu

Á þessari stundu minnir Anastasía Rós á sig og heimtar athygli. Sylvana tekur hana í fangið og réttir henni hvíta pappírsörk sem stúlkan hefur mikinn áhuga á. „Ég þekkti ekki einu sinni dóttur mína strax eftir kastið. Það var mikið lán að ég var með móður minni og var innandyra á nokkuð öruggum stað. Þetta kast hefði getað átt sér stað á mun óheppilegri tíma og haft alvarlegar afleiðingar,“ segir Sylvana. Móðirin unga braggaðist fljótt en hefur þó stöðugt áhyggjur af því að fá annað kast. „Ég á að passa mig á álagi og streitu en húsnæðisleysið gerir að verkum að það er erfitt. Ég er því stundum smeyk að vera ein því þetta gerðist svo skyndilega síðast að ég gæti ekkert gert ef þetta gerðist aftur,“ segir hún. Þá má Sylvana ekki keyra bíl næstu sex mánuði og ekki koma sér í aðstæður sem gætu ýtt undir annað kast, til dæmis að fara í kvikmyndahús. „Það flækir aðstæðurnar enn meira að geta ekki keyrt því stundum gat ég fengið afnot af bíl hjá vinum til þess að skjótast. Núna fer ég allra minna ferða í strætó,“ segir Sylvana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið