fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Ellen: „Ég vil ekki hugsa til enda hvað hefði gerst ef við hefðum verið sofandi“

Vill vara fólk við ódýrum hleðslutækjum

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 6. október 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var kominn reykstrókur upp úr körfunni“ Þetta segir Ellen María en í gærmorgun fann hún skrítna lykt sem reyndist koma frá millistykki sem lá í körfu á heimili hennar.

Sökudólgurinn er hleðslusnúra sem hún keypti ódýrt í Smáralind en Ellen segir að litlu hefði mátt muna að eldur hefði blossað upp í snúrunni.

„Það var farið að rjúka úr snúrunni. Ég vil ekki hugsa til enda hvað hefði gerst ef við hefðum verið sofandi eða húsið mannlaust,“ segir Ellen en hún keypti snúruna fyrir nokkrum vikum í verslun, sem ásamt öðru, selur ódýra aukahluti fyrir síma.

„Markmiðið var að spara sér nokkra þúsundkalla,“ segir Ellen og bætir við,

„Ég keypti bunka af þeim þar sem þær voru á svo fínu verði. En það sem maður fattar eftir á er að sparnaðurinn er ekki svo mikill þar sem þær skemmast fljótt eða verra, eins og í þessu tilfelli.“

Hætt að kaupa ódýrar snúrur

Ellen brá mikið þegar hún tók eftir reyknum og kippti snúrunni strax úr sambandi og gekk því næst um húsið til að taka önnur ódýr hleðslutæki úr sambandi.

„Manni stendur alls ekki á sama þegar svona gerist. Héðan í frá kaupum við bara viðurkennd iPhone hleðslutæki fyrir símana okkar,“

segir Ellen sem vill beina eftirfarandi orðum til þeirra sem eiga ódýr hleðslutæki sem ekki eru keypt í viðurkenndum raftækjaverslunum.

„Í guðana bænum takið hleðslusnúrurnar úr sambandi þegar þær eru ekki í notkun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Swift ekki sátt og finnst hún notuð

Swift ekki sátt og finnst hún notuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum

Vilmundur segir að þúsundir Íslendinga séu líklega veikir án þess að vita það – Bendir á vöru sem má finna á nánast öllum heimilum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“

„Ég elska líka þegar hún tosar mig niður á jörðina og lætur mig heyra það þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat“